Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 52
Ávíð
og dreif
RITSTJÓRASKIPTI
Sú breyting varð á ritstjórn Tímarits lögfræðinga um síðustu áramót, að
undirritaður tók við ritstjórastarfinu af Þór Vilhjálmssyni, forseta Hæstaréttar,
sem gegnt hefur starfinu af miklum myndarskap síðan 1975 og næstu tvö
árin á undan ásamt Theodór B. Líndal, prófessor. Mér er það einkar Ijúft að
færa forvera mínum alúðarþakkir fyrir fórnfúst og árangursríkt starf í þágu
Tímaritsins og Lögfræðingafélagsins, en svo skemmtilega vill til, að ég átti
nokkurn hlut að ráðningu Þórs sem ritstjóra á þeim tíma, sem ég gegndi for-
mennsku ( félaginu.
Engar stórvægilegar breytingar eru fyrirhugaðar á Tímaritinu. Fræðirit-
gerðir verða uppistaðan eins og hingað til. Tímaritið hlýtur þó ætíð að bera
nokkurt svipmót af ritstjóranum á hverjum tíma. Verður það að koma í Ijós
í fyllingu tímans, hver áhrif undirritaðs verða til mótunar. Tvennt vil ég nefna
nú, sem til nýjunga telst. /Etlunin er að birta fleiri stuttar greinar en tíðkast
hefur, um afmörkuð fræðileg efni, einstök mál, hugmyndir eða stefnuatriði,
allt á lögfræðilegum grundvelli, en þó gjarna í tengslum við þjóðfélagsum-
ræður, þegar tilefni gefst. Með þessu fyrsta hefti ársins 1984 er hleypt af
stokkunum nýjum þætti með yfirskriftinni ,,Af vettvangi dómsmála“. Er að
þvi stefnt, að í hverju hefti verði allrækileg fræðileg úttekt á einum dómi,
að jafnaði einhverjum íslenskum hæstaréttardómi (ásamt úrlausn héraðs-
dóms), þótt aðrar dómsúrlausnir komi einnig til álita. Yfirskriftin er sú sama
og Hákon Guðmundsson, fyrrum yfirborgardómari og hæstaréttarritari, gaf
hinum vinsælu útvarpsþáttum sínum. Er dómsmálaþættinum nýja valið þetta
nafn i heiðurs skyni við Hákon heitinn og í samráði við Hjördísi, dóttur hans.
Allar hugmyndir og tillögur um efnisval og framsetningu eru vel þegnar.
Tilskrif um þessi efni sem og fræðiritgerðir og smærri greinar má senda í
Lögberg, Háskóla íslands við Suðurgötu, eða heim til ritstjóra, Bræðraborgar-
stíg 15, 101 Reykjavík.
Jónatan Þórmundsson
FRÁ SAKFRÆÐIFÉLAGI ÍSLANDS
Þann 29. nóvember sl. var haldinn aðalfundur Sakfræðingafélags íslands.
Starfsemi félagsins hefur legið niðri siðan 1973 með þeirri undantekningu,
að félagið hélt ásamt öðrum tvær ráðstefnur á árunum 1977 og 1978.
Á aðalfundi voru samþykktar tvær lagabreytingar. í fyrsta lagi var nafni
félagsins breytt í Sakfræðifélag íslands og í öðru lagi, að stjórn félagsins
46