Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 29
að dæma bætur. Hins vegar Hrd. 1981, 1203, en þar er stefnumarkandi
dómur um skýringu á hugtakinu ökutæki í notkun í 67. gr. umferðar-
lága. Einn dómenda greiddi sératkvæði, en hann taldi rétt að skýra
lagaákvæðið á annan veg en meiri hlutinn.
3.2. RÖK FYRIR ÁKVÆÐUM SETTRA LAGA
Islensk lagaákvæði um hlutlæga ábyrgð eru um margt ósamstæð
og sundurleit. Þau taka til ólíkra sviða mannlegrar starfsemi. Hér á
eftir fer stutt yfirlit um röksemdir fyrir nokkrum helstu ákvæðum
íslenskra laga um hlutlæga bótaábyrgð. Yfirleitt verður látið nægja að
vísa til greinargerða með lagafrumvörpum, enda heyrir það til undan-
tekninga, að umræður á Alþingi beinist sérstaklega að skaðabóta-
ákvæðum lagafrumvarpa, sem til meðferðar eru.
Bótareglur um ágang búfjár í lögum nr. 42/1969 leystu af hólmi
ákvæði Jónsbókar og réttarbótarinnar frá 1294 um sama efni. I grg.45
er vísað til þessara ákvæða og kemur þar fram, að ætlast er til að bóta-
réglur haldist að mestu óbreyttar. Hins vegar er í grg. hvorki vikið
að því, hvers vegna ástæða er talin til að halda í hlutlæga ábyrgð á þessu
sviði né að grunnrökum fyrir slíkri ábyrgð.
Reglur búfjárræktarlaga m-. 31/1973 um bótaskyldu vegna nauta og
stóðhesta eiga rót sína að rekja til 5. gr. laga nr. 19/1926 um kynbætur
hesta og 5. gr. lága nr. 27/1928 um kynbætur nautgripa. Þær reglur
tóku samkvæmt orðanna hljóðan varla til víðtækari ábyrgðar en ábyrgð-
ar á sakargrundvelli. Mörg lög um búfjárrækt hafa verið sett síðan, og
hefur orðalag bótaákvæða þeirra breyst talsvert. Með lögum nr. 19/1948
(30. gr. um stóðhesta) og lögum nr. 21/1965 (8. gr. um naut) komust
bótaákvæðin í núverandi horf. I lagafrumvörpum eru engar athuga-
semdir í þá átt, að ætlunin hafi verið að setja víðtækari bótareglur
en áður voru í gildi.
Ákvæði loftferðalaga nr. 34/1964 um hlutlæga ábyrgð eru í sam-
ræmi við hlutlæga bótareglu 31. gr. fyrstu íslensku loftferðalaganna
frá 1929.40 I grg. með frv. fyrir síðargreindum lögum segir fátt um
hina nýju hlutlægu reglu. Þó er tekið fram, að samsvarandi ákvæði
séu í þýskum loftferðalögum frá 1922.4 7 I umræðum á Alþingi kom
fram, að frv. væi'i samið „eftir evrópískum lögum um sama efni“,48
45 Alþt. 1968 A, bls. 313-14.
46 Sbr. Alþt. 1962 A, bls. 1245 og Alþt. 1963 A, bls. 214.
47 Alþt. 1929 A, bls. 55.
48 Alþt. 1929 B, d. 2892.
23