Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 8
lögreglumannsins og heilbrigt mat á öllum aðstæðum og þeim hagsmunum,
sem i húfi eru. Minnt skal á það, að lögregiumenn þurfa tíðum að taka skjótar
ákvarðanir og framfylgja þeim — og bera síðan ábyrgð á þeim að lögum, ef
mat þeirra reynist rangt í verulegum atriðum. Löggæzlustörf krefjast mikilla
og margvíslegra samskipta við borgarana og bjóða því upp á árekstra af ýmsu
tagi. Lögreglan er að jafnaði undir smásjá og þarf að vera það, þar sem henni
er fengið mikið og vandmeðfarið vald. Því riður á miklu, að vel sé vandað val
á lögreglumönnum og kostað kapps um góða menntun þeirra og þjálfun, ekki
sízt með það í huga að auka þeim víðsýni og skilning á mannlegu eðli.
Ýmis rök liggja til þess, að íslenzka lögreglan sé — eða eigi að vera vel
í stakk búin til lipurra og árekstralítilla samskipta við almenning. Lögreglan
gefur betri mynd hér á landi en víðast annars staðar af þjóðinni sjálfri, ólíkum
skoðunum almennings og hugmyndaheimi. í lögregluna veljast menn úr mis-
munandi starfsstéttum, menn sem hafa áður fengizt við ýmis algeng störf.
íslenzkir lögreglumenn fæðast ekki í stéttina með eina sál og einn vilja, ein-
angraðir frá lífi og starfi samborgaranna. Þetta leiðir hugann að öðru nátengdu
sérkenni íslenzku lögreglunnar, þ. e. sumarafleysingavinnu námsmanna vio
löggæzlu. Hún hefur gildi á tvo vegu. Með námsfólkinu berast ný og fersk við-
horf inn í stéttina, og nærvera þess dregur úr hættu á þröngsýnni stéttarsam-
stöðu, auk þess sem hún getur eytt ásökunum um stéttarlegar yfirhylmingar.
Fróðleg úrtakskönnun á viðhorfum almennings til lögreglunnar og samskipt-
um við hana var fyrir nokkrum árum gerð af Erlendi S. Baldurssyni, afbrota-
fræðingi. Samanburður var gerður á úrtökum úr þjóðskrá í Reykjavík, Vest-
mannaeyjum og Suður-Múlasýslu.1) Niðurstaðan varð sú, þegar á heildina var
litið, að almenn viðhorf flestra gagnvart lögreglunni voru jákvæð. Einungis
5,6% töldu samskiptin við lögregluna slæm. En þegar spurt var nánar um ein-
staka þætti samskiptanna, var afstaða fólks ekki nándar nærri eins jákvæð.
Þannig segist tæpur helmingur aðspurðra trúa því, að lögreglan handtaki fólk
oftar en nauðsyn krefur, og rúmur helmingur álítur lögregluna beita óþarfa-
hörku við handtökur, þótt aðeins fimmtungur þess hóps telji það koma oft
fyrir. Sýnt er af þessum atriðum og mörgum öðrum í niðurstöðum rannsóknar-
innar, að menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti íslenzku lögreglunnar. Talsvert
virðist skorta á gott trúnaðarsamband milli almennings og lögreglu. Við vitum
auðvitað ekki með neinni vissu, að hve miklu leyti svörin eru hreinskilin og
sanngjörn í garð lögregiunnar.
Ýmis úrræði hafa verið nefnd í umræðum að undanförnu til þess að tryggja
réttláta meðferð kærumála á hendur lögreglumönnum. Úrræðum þessum virð-
ist einkum ætlað að sannfæra almenning um réttláta og vandaða meðferð,
svo sem hugmyndir um sérstaka rannsóknardeild og sérdómstól til að fara
með slík mál. Erfitt er að finna rök fyrir slíkum ráðstöfunum. Enginn er sá
maður á íslandi, hvorki lögfræðingur né annar, sem talizt getur sérfræðingur
í rannsókn og meðferð á ætluðum brotum lögreglumanna ( starfi. Niðurstaðan
af sllkum hugleiðingum hlýtur ætíð að verða sú, að enginn hafi meiri reynslu
í rannsókn og meðferð slíkra mála en einmitt almennir dómstólar og rann-
sóknarlögregla ríkisins. Jónatan Þórmundsson
1) Erlendur S. Baldursson, „Viðhorf almennings til lögreglunnar", Lögreglumaðurinn 1/1981,
og „Samskipti almennings og lögreglunnar", Lögreglumaðurinn 2/1981.
2