Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 24
er menn slasast af sprengingu, nema dómstólar telji skilyrði ólög- festrar hlutlægrar ábyrgðar vera fyrir hendi. 2.4. ÁBYRGÐARAÐILINN SKV. ÁKVÆÐUM SETTRA LAGA Mjög er mismunandi eftir hinum ýmsu lagaákvæðum hver það er, sem ber hreina hlutlæga ábyrgð. Yfirleitt koma hér til greina eigandi eða notandi (umráðamaður eða sá, sem rekur starfsemina). Eftir umferðarlögum nr. 40/1968 hvílir hrein hlutlæg ábyrgð á eig- anda vélknúins ökutækis. Ef annar en eigandi notar ökutæki, hefur það t.d. að láni eða á leigu, getur hann orðið bótaskyldur eftir almenn- um skaðábótareglum, en hann verður ekki dæmdur ábyrgur skv. hlut- lægu reglunni í 67. gr. laganna. Ein undantekning er þó frá því, að hlutlæga ábyrgðin eftir 67. gr. hvíli á eiganda. Hún er sú, að skv. 2. mgr. 69. gr. laganna færist fébótaskylda yfir á þann, sem ökutæki notar í algeru heimildarleysi. Samkvæmt 188. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir ber eigandi loft- fars „eða, eftir því sem við á, aðili sá, sem það er rekið á kostnað hans“ hreina hlutlæga skaðabótaábyrgð. Ákvæði þetta er efnislega samhljóða ákvæðum danskra og norskra loftferðalaga, sem sniðin voru eftir alþjóðasáttmála, sem undirritaður var í Róm árið 1952. Þessi erlendu ákvæði hafa verið skýrð svo, að eigandi sé bótaskyldur, en reki annar aðili loftfarið fyrir eigin reikning, hvíli hlutlæga ábyrgð- in eingöngu á hinum síðarnefnda.20 Hlutlæg ábyrgð eftir 205. gr. siglingalaga nr. 66/1963 með síðari breytingum, hvílir á útgerðarmanni. Eigandi skips, sem gerir það ekki út, t.d. leigir það án áhafnar, ber því ekki bótaábyrgð, heldur sá, sem rekur skipið fyrir eigin reikning. Á hinn bóginn er það skipseigandi, sem hlutlæga ábyrgð ber á tjóni af völdum olíumengunar samkvæmt alþjóðasáttmála frá 29. nóvember 1969, sbr. lög nr. 14/1979 og auglýsingu nr. 10/1980. Sáttmálinn læt- ur ósagt um ábyrgð útgerðarmanns, sem ekki á skip, er hann gerir út.2? Ekki er fullt samræmi í reglum um hver það sé, sem hlutlæga ábyrgð ber á tjóni af völdum búfjár. I flestum tilfellum er það eigandi, en vörslumaður skv. einu lagaákvæði. Eftir lögum nr. 42/1969 um afrétta- málefni, fjallskil o.fl. og 33. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973 er það 26 Notanda, umráðanda, L0drup, bls. 507, sbr. grg. með frv. til loftferðalaga Alþt. 1962 A, bls. 1244 og Alþt. 1963 A, bls. 213. 27 Um það sjá Arnljótur Björnsson 1982, 70 við nmgr. 37. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.