Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 27
færslu eiga ekki aðrar bótareglur rétt á sér en hlutlægar ábyrgðar- reglur, því að bótaskylda bundin skilyrði um sök starfsmanna myndi hafa í för með sér, að sumt tjón myndi ekki fást bætt úr hendi at- vinnurekstrarins. Jafnframt leiðir þessi röksemdafærsla til þeirrar niðurstöðu, að öll starfsemi, líka sú, sem ekki er hættuleg, skuli búa við hlutlæga ábyrgð. Fáir munu þó vilja ganga svo langt. Fræðimenn hafa því reynt að sneiða hjá þessari niðurstöðu með því að segja, að það myndi verða alltof kostnaðarsamt að reyna að láta hvern rekstraraðila bjÉra þann kostnað, sem rakinn verður til hans. Þess vegna nægi að takmarka hina víðtæku bótareglu við starfrækslu, er veldur meira tjóni en al- mennt gerist, þ.e. hættulega starfsemi.37 Henry Ussing setti fram þá kenningu í doktorsritgerð sinni,38 að leggja bæri hlutlæga bótaábyrgð á þá, er reka óvenjulega starfsemi, sem hefur í för með sér sérstaka hættu. Kenning þessi hafði mjög mikil áhrif í skaðabótarétti á öllum Norðurlöndum. Tvö meginskil- yrði hlutlægrar ábyrgðar voru eftir kenningu Ussings: (1) að starf- semin væri óvenjuleg, þ.e. rekstur, sem tiltölulega fáir aðilar í þjóð- félaginu fást við, og (2) að hættan væri sérstök, þ.e. ekki sú almenna hætta, sem fylgir velflestri mannlegri starfsemi, eða svo lítil hætta, að menn taki yfirleitt ekki tillit til hennar, þégar þjóðfélagslegt gildi starfseminnar er metið. Ussing tók fram, að þessi tvö skilyrði yrði að meta sameiginlega. Því óvenjulegri sem starfsemin væri, þeim rnun minni kröfur þyrfti að gera til hættunnar. Sérstaklega mikil hætta gæti sömuleiðis réttlætt hlutlæga ábyrgð vegna starfsemi, sem ekki er augljóslega óvenjuleg.39 Bifreiðaakstur og flug flugvéla er ekki óvenjuleg starfræksla nú á tímum, en vegna sérstakra hættueigin- leika þessarar starfsemi má telja, að skilyrði hreinnar hlutlægrar ábyrgðar séu fyrir hendi samkvæmt kenningu Ussings. Ýmsir erfiðleikar eru á að fara eftir kenningu Ussings. Það má t.d. oft deila um, hvort tiltekin starfsemi sé „óvenjuleg“ eða „hættuleg“.40 í skýringum Ussings felst ekki nægilega ákveðinn mælikvarði, sem dómstólar eiga auðvelt með að nota. Raunin varð líka sú, að danskir 37 Hellner, 114, sbr. og Vinding Kruse, 220-1. í vestrænum ríkjum utan Norður- landa eru sjónarmið víða svipuð. I þýskum rétti er talað um hættuábyrgð („Gef- ahrdungshaftung“), sbr. t.d. Deutsch, 363 o.áfr. í breskum og bandarískum rétti hefur sömuleiðis verið byggt á því, að afbrigðileg hætta geti verið grundvöllur hlutlægrar ábyrgðar án beinnar heimildar í settum lögum, sjá t.d. Fleming, 315-316 og 21. kafla ritsins Restatement of the Law. Second. Torts. 38 Ussing, 1914. 39 Ussing, 1947, 127. 40 Sjá nánar Vinding Kruse, 224 og Jþrgensen, 1972, 106. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.