Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Blaðsíða 50
þó, að fráfarandi ritstjóri hefur ekki einungis annast hina eiginlegu ritstjórn, heldur einnig margvíslegan erindisrekstur og snúninga, sem ekki falla undir verksvið framkvæmdastjóra ritsins. Ég endurtek þakkir til Þórs Vilhjálmsson- ar fyrir frumkvæði hans og þjónustu á þessu sviði fræðimennsku i lögfræði. Framlag tímaritsins til íslenskrar lögfræði hefur verið mikið og gott þau 11 ár, sem hann hefur setið við stjórnvölinn. Lögfræðingafélagið hefur frá upphafi tekið virkan þátt i siarfi Bandalags háskólamanna. Samkvæmt núgildandi lögum BHM eiga formenn aðildarfélag- anna sæti í aðalstjórn bandalagsins, en fulltrúaráð BHM var lagt niður síðla árs 1982. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum og málgagni BHM, gerðu Háskóli íslands, Tækniskóli Islands, BHM og 3 aðildarfélög bandalagsins samning um endurmenntun siðla árs 1982. Lögfræðingafélagið er ekki aðili að samn- ingi þessum, en hefur fylgst með framkvæmd hans. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að annast samræmingu á námskeiðum á háskólastigi í þágu þeirra, er kynnast vilja nýjungum eða rifja upp námsefni. Átti formaður fund með starfsmanninum og forseta lagadeildar s.l. sumar, þar sem rætt var um hvernig hugsanlegt væri að Lögfræðingafélagið nýtti þjónustu þessa. Æski- legt er, að félagið fylgist áfram með framvindu mála á þessum vettvangi. Sérstakt öldungaráð starfar innan BHM. Hlutverk þess er að vinna að fé- lags- og hagsmunamálum aldinna. Stjórnin tilnefndi Dögg Pálsdóttur, deildar- stjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu til þess að sitja i öldungaráðinu fyrir hönd Lögfræðingafélagsins. [ janúar 1983 tilnefndi félagið Jón E. Ragnarsson, hrl. sem fulltrúa sinn í Ráð sjálfstætt starfandi háskólamanna. Jón lést á þessu ári og tók varamaður hans Baldur Guðlaugsson, hrl. sæti Lögfræðingafélagsins i ráðinu. Samskipti við önnur félög lögfræðinga voru nokkur. Áður var nefndur sam- eiginlegur fundur þessa félags, Dómarafélags íslands og Lögmannafélags íslands, svo og fjársöfnun Lögmannafélagsins og Lögfræðingafélagsins til bókakaupa fyrir lagadeild. Þess má og geta, að á starfsárinu var sett á lagg- irnar samstarfsnefnd um tölvumálefni. Að henni standa, auk Lögfræðinga- félagsins, Dómarafélag ísiands og Lögmannafélag islands. Fulltrúi Lögfræð- ingafélagsins ( nefndinni er Sigurður Lindal, prófessor. Væntu félögin mikils af heimsókn Knut S. Selmers, prófessors, s.l. vor. Prófessor Selmer flutti þá fyrirlestur um „Lovdata" og skýrði frá reynslu Norðmanna og annarra ná- grannaþjóða af því að tölvutaka upplýsingar um gildandi lög, dóma og aðrar heimildir um lögfræðileg efni. Vonandi á eftir að koma í Ijós árangur af þess- ari heimsókn og starfi samstarfsnefndar um tölvumálefni. Félaginu barst ósk um, að það léti í té umsögn um tillögu, sem borin var fram á vettvangi Norðurlandaráðs varðandi stofnun samnorrænnar rannsókn- arstöðvar í lögfræði í bænum Rovaniemi í Finnlandi. Stjórn félagsins sendi umsögn um mál þetta. í umsögninni kemur fram, að stjórnin fagnar tillög- unni. Jafnframt bendir stjórnin á, að áður en hún verði samþykkt sé nauð- synlegt að kanna, hvort ekki sé brýnna að efla sameiginlegt norrænt rann- sóknarstarf á öðrum sviðum en þeim, sem sérstaklega eru nefnd í tillögunni (þ.e. verslun í nyrstu héruðum Norðurlanda, réttarstöðu launþega, er flytja milli landa, ferðamannarétt o.fl.). Stjórn Lögfræðingafélagsins lagði því til, að leitað yrði tillagna frá lagadeildum háskólanna á Norðurlöndum um rann- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.