Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 7
sem fram fór hér á landi að fornum sið. Árið 1623, segir Árni Óla í bók sinni „Grúsk IV“, sömuleiðis Jóhann fyrrv. sýslumaður Skaptason í Árbók F.í. 1969, en Espólín telur það hafa verið vorið 1624. Hestaatið 1623 (eða 1624) var haldið á Bleiksmýrardal, sem er suðurhluti Fnjóskadals. Atinu lauk þannig að Bleikur Sveins á lllugastöðum reif úr nára Vinds, hests Sigmundar á Garðsá, þannig að hann féll dauður og var heygður þarna í dalnum, þar sem síðan heita Vindhólar. Síðar sama vor eða árið eftir drukknaði Sveinn í kíl, rétt austan við túnið á lllugastöðum, og um sama leyti fannst Bleikur, sigurvegar- inn í hestaatinu, dauður í tjörn í Bleiksmýri á Bleiksmýrardal. Var hvort tveggja íalið sprottið af fjölkynngi Sigmundar á Garðsá. Föðurætt Páls Pálmasonar er rakin í greinarkafla um Hvassafellsætt í I. bók Eyfirskra ætta, sem nýlega var gefin út Ijósprentuð af vönduðu skrifuðu handriti Hólmgeirs Þorsteinssonar írá Hrafnagili. Móðir Páls Pálmasonar var Sigríður Rósa, f. 21.4. 1863 d. 3.9. 1956 Björns- dóttir Hjaltesteds járnsmiðs, sonar Georgs Péturs á Helgastöðum í Vatnsdal, sonar Einars, f. 1760 d. 1802, sem fyrstur tók upp ættarnafnið Hjaltested, verslunarstjóra Kyhns-verslunar á Akureyri, sonar Ásmundar, f. 1725 d. 1786, „askasmiðs", bónda I Hlaupandagerði í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Þannig skýrði séra Einar Jónsson á Hofi uppruna Hjaltestednafnsins í Ættum Aust- firðinga. Skal nú horfið frá að ræða um ættir Páls Pálmasonar en vikið aftur að em- bættisferli hans og embættisvenjum. Hann var framúrskarandi reglumaður í starfi sínu og snyrtimenni með afbrigðum. Hann var fulltrúi hinnar gömlu em- bættismannastéttar, f bestu merkingu þeirra orða. Sá sem þetta ritar vann undir stjórn Páls í 14 ár og er vart hægt að hugsa sér betri skóla í öllu því, sem laut að skyldurækni og innrætingu annarra í ást á sögu og þjóð sinni og landi. Er samstarf okkar Páls hófst í samgöngumálaráðuneytinu 1947 hafði ég nýlokið lagaprófi og þóttist vita talsvert. Páll var allra manna hógværastur og hækkaði nær aldrei róminn, jafnvel þótt tilefni gæfist ærið af viðmælanda hans. Hann skammaðist aldrei, en fyrir samstarfsmenn hans hefði þó verið öllu skárra að fá hreina skammagusu en að verða fyrir því, sem oft kom fyrir, að fá tillögu, sem hann hafði fengið til ákvörðunar, snyrtilega leiðrétta eins og skólastíl, þannig að mál og orðalag félli að hinum virta kansellístíl, sem Páll vék aldrei frá og vildi að lifði eftir sinn dag. Og á fáum árum var hann t.d. búinn að gerbreyta eldri ritstíl mínum í sitt horf. „Við verðum að vanda vel allt sem við gerum. Heldurðu að það væri ekki gaman að því, að svo færi, eftir svona 100 eða 200 ár, þegar einhver sagnfræðingur færi að grúska í skjalasafni ráðuneytisins, og hann rækist þar á logiska tillögu eða vel gert ,,concept“ eftir mig eða þig, sem allir hefðu þá fyrir löngu gleymt, og hefði um það mörg orð, kannski í doktorsritgerð, hvert ágæti og snilld þessara löngu dauðu manna skjalið bæri vott um. Við megum aldrei gleyma því að hvert orð, sem ritað er í Stjórnarráðinu, og hvert skjal er hluti af sögu lands- ins og þar með sögu okkar sjálfra.“ Eitthvað á þessa leið komst Páll oft að orði. Páll var glæsimenni á yngri árum og hafði gaman af að segja frá ýmsu, sem komið hafði fyrir á ferðalögum hans bæði hér á landi og erlendis. Þó held ég að hann hafi haft mest yndi af bókum, einkum um sagnfræði og mann- fræði. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.