Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 12
1.0. SÖGULEGT YFIRLIT. Sjá nánar: Greinargerð með frv. til höfundalaga, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1272-1276, Colombet: Propriété littéraire et artistique, bls. 1-12, Weincke: Opbavsret, bls. 16-21, Copinger & Skone James: Copyrigbt, bls. 7-17, Bernitz o.fl.: Immaterialratt, bls. 11-12, og Ulmer: Urheber- und Verlagsrecht, bls. 50-65. Á mælikvarða réttarsögunnar er höfundarréttur nýtilkominn. Upp- haf höfundarréttar tengist bókmenntum og bókmenntir hafa alla tíð ráðið miklu um framvindu höfundarréttar. Dæmi voru um það fyrr á öldum, að útgefendur fengju því framgengt, að handhafar ríkisvalds veittu þeim einkaleyfi til útgáfu tiltekinna rita og jafnvel heilla bók- menntagreina. Stundum var það gert að skilyrði fyrir veitingu slíkra einkaleyfa, að höfundur gæfi samþykki sitt til útgáfunnar. Gafst höf- undum þannig færi á að gæta hagsmuna sinna og áskilja sér þóknun. Elstu dæmi einkaleyfa eru frá Feneyjum á 15. öld, en slíkir útgáfu- hættir breiddust út um meginhluta Evrópu. Einkaleyfin hurfu af sviði sögunnar á 18. og 19. öld ásamt gildafyrirkomulaginu. Grundvöllur að nútímahöfundarrétti er fyrst og fremst lagður á 18. og 19. öld. Þegar í upphafi 18. aldar voru sett höfundalög í Bretlandi. I lögunum var bönnuð útgáfa rita án samþykkis höfundar, en skilyrði verndar var þó opinber skráning og að níu eintök rits væru afhent til afnota fyrir háskóla og bókasöfn. 1 stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 var tekið fram, að þingið hefði vald til að setja lög um einkarétt höfunda til rita og uppgötvana. Franska stjórnarbyltingin hafði í för með sér afnám einkaleyfakerf- isins og í fyrstu var fótum algjörlega kippt undan vernd höfunda og útgefenda. Segja má, að úr því hafi hins vegar verið bætt í snatri. Á tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar, sbr. t.d. 17. gr. frönsku mann- réttindayfirlýsingarinnar frá 1789, var talað um hinn óskerðanlega og friðhelga eignarrétt. Þetta sjónarmið var tekið upp af forvígismönn- um höfundarréttar. Einn þeirra ságði: „Ef til er helgur, augljós óum- deilanlegur eignarréttur, þá er það eignarréttur höfunda.“ Annar sagði: „Helgust og persónulegust allra eigna er verk rithöfundar, ávöxtur hugsunar hans.“ 1791 og 1793 voru sett höfundalög í Frakklandi, sem báru af öðrum höfundalögum á þeim tíma. Þessi höfundalög voru að stofni til í gildi í Frakklandi allt fram til ársins 1957. Þau voru að meira eða minna leyti fyrirmynd höfundalaga í flestum öðrum löndum. í baráttu fyrir viðurkenningu höfundarréttar var þeirri röksemd þannig mjög beitt, að réttur höfundar til verks síns væri eignarréttur, sem ekki væri síður ástæða til að láta njóta lögverndar en eignarrétt að líkamlegu verðmæti. Síðar hafa menn dregið í efa, að rétt sé að 82

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.