Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 14
árunum 1960-1961, en einnig var höfð hliðsjón af frönsku höfunda-
lögunum frá 1957 og þýsku höfundalögunum frá 1965. Sérstök áhersla
var lögð á, að höfundalögin fullnægðu kröfum alþjóðasáttmála á vett-
vangi höfundaréttar, Bernarsáttmálans, Genfarsáttmálans og Rómar-
sáttmálans um vernd listflytjenda.
Ekki orkar neins tvímælis, að mjög var vandað til samningar höf-
undalaganna. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á því, að með
þeim var höfundum að meginstefnu til tryggður réttur til hvers konar
nota og ráðstöfunar verka sinna. Með því móti var tryggt, að höfundur
hefði rétt til hvers konar nýrra nýtingarmöguleika, sem síðar kæmu
til sögunnar. Þessi löggjafarhættir hafa haft mikla þýðingu, þótt hins
vegar verði því ekki neitað, að stórstígar tækniframfarir síðustu ára
hafi skapað ný viðhorf og kallað á ýmsar lagabreytingar. Engu að síð-
ur er fullvíst, að ekki er nauðsyn neinna grundvallarbreytinga á höf-
undalögum og rétti höfunda til verka sinna.
Ekki hafa verið gerðar neinar breytingar á höfundalögum nr. 73/
1972 (hér á eftir skammst. höfl.), fyrr en með lögum nr. 78 30. maí
1984 um breyting á höfundalögum, nr. 73 29. maí 1972. Með lögum
nr. 78/1984 var lögfest sérstakt gjald til höfunda og annarra rétthafa
vegna upptöku verka á hljóð- eða myndbönd í þágu einkanota með
heimild í 1. mgr. 11. gr. höfl. Gjaldið skal heimt af upptökutækjum
og auðum böndum, sbr. nánar 1.-4. gr., 6. gr. og 9.-10. laga nr. 78/1984.
Einnig var réttarfarsákvæðum höfl. breytt með lögum nr. 78/1984.
Eftirleiðis sæta brot á höfl. opinberri ákæru að kröfu þess, sem mis-
gert er við, auk þess sem rétthafi getur rekið mál sitt sjálfur, en síð-
argreind leið var ein fær samkv. höfl. fyrir breytinguna, sbr. nánar 8.
gr. laga nr. 78/1984. Jafnframt voru viðurlög við brotum á höfundar-
rétti hert, sbr. 5. gr. laganna. Þá var tekið af skarið um það í lögum
nr. 78/1984, að höfundur ætti skýlausan rétt til miskabóta í tilefni af
brotum á höfundarrétti og skilyrði miskabóta rýmkuð. Loks var vernd
46. gr. rýmkuð og látin ná til myndrita, sbr. 3. gr. laga nr. 78/1984.
3.0. ALÞJÖÐASAMNINGAR.
Sjá nánar: Bernitz o.fl.: Immaterialratt, l)ls. 13-15, Olsson: Copyright, bls. 115-123, Weincke:
Ophavsret, bls. 140-147, Copinger & Skone James: Copyright, bls. 563 o.áfr., Guide to the
Berne Convention, útg. af WIPO 1978, og Ulmer: Urheber- und Verlagsrecht, bls. 80-105.
Sagt hefur verið, að bókmenntir og listir þekki ekki nein landamæri.
Víst er um það, að langt er síðan mönnum varð ljóst, að höfundar gætu
átt hagsmuna að gæta utan landamæra heimalands síns. Hafa ríki því
bundist samtökum til verndar réttindum höfunda og hefur þörf á slíkri
84