Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 18
vallaratriðum verndar sem bókmenntaverk samkvæmt höfl., en að sjálfsögðu með því skilorði að um verk sé að ræða í skilningi höfl. (Sjá hér t.d. Jon Bing: Ophavsrett og edb.). b) Listaverk. I 1. máls'gr. 1. gr. höfl. er talað um listaverk. Listaverk samkvæmt höfl. er stundum skilgreint eitthvað á þá leið, að það sé verk, sem sé ætlað að ná fram listræpum áhrifum, eða verk, sem ekki teljist til bókmennta í skilningi höfl. Ekki er þó ástæða til að leggja mikla áherslu á skilgreiningu þessa hugtaks, enda þótt höfl. greini milli tveggja aðalflokka verka, þ.e. bókmennta annars vegar og listaverka hins vegar. Stafar það af því, að ekkert ákvæði höfl. fjallar um listaverk eingöngu, sbr. þó 16. gr., en hugtakið listaverk í síðastgreindu ákvæði ber væntanlega að skýra þrengjandi skýringu. öðru máli gegnir um einstakar listgreinar, svo sem leiksviðsverk, tónverk, myndlistarverk, byggingarlist, kvikmynda- verk, Ijósmyndir, nytjalist o.fl. Þar er skilgreiningar þörf. c) Leiksviðsverk. Samkvæmt greinargerð með frumv. til höfl. teljast til leiksviðs- verka þau verk, sem ætluð eru til listflutnings á leiksviði. Sem dæmi eru tekin venjulegir sjónleikir, listræn tónverk og söngleikir svo og verk, sem heyri til danslist eða látbragðslist, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1277. Er hér um að ræða verk, sem flutt eru af listflytjendum ýmiss konar. Þegar þessi verk eru í bókarformi, hlíta þau reglum um bókmenntir. í þessu sambandi má geta þess, að sviðsetning og leikstjórn geta notið verndar sem sjálfstæð verk. Sjá hér hrd. 54.1974. d) Tónverk. 1 greinargerð með frumv. til höfl. segir, að hugtakið tónsmíðar taki til hvers konar hljómlistarverka, með eða án orða, og án tillits til þess, hvort verkið hafi verið samið áður eða um leið og það sé flutt, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1277. Tónsmíð á nótum telst til tónverka í skilningi höfl. e) Myndlist. 1 greinargerð með frumv. til höfl. segir, að til myndlistar í höfunda- rétti teljist „m.a. málverk, listrænar teikningar og önnur dráttlistar- verk, málmristur, steinprent, tréskurðarverk, höggmyndalist og önn- ur samsvarandi verk í litum og formum (grafísk og plastisk),“ sbr. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.