Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 19
Alþt. 1971, A-deild, bls. 1277. I greinargerðinni eru hugtökin bygg- ingarlist og nytjalist skýrð sérstaklega, eins og síðar segir, og virðist gengið út frá því, að slík verk teljist ekki til myndlistar. Leiðir það þá til þess, að svið eða a.m.k. orðalág sumra ákvæða höfl., sem tak- marka höfundarrétt, sbr. einkum 25. gr., er þrengra en samsvarandi ákvæði í höfl. á öðrum Norðurlöndum. f) Byggingaiverk. Hvers konar mannvirki geta notið verndar höfl., ef þar kemur fram sjálfstæð listræn sköpun, svo sem það er orðað í greinargerð með frumv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1277-1278. Samkvæmt greinargerðinni nær sú vernd einnig til teikninga og líkána af bygg- ingum. g) Kvikmyndaverk. Almennt er litið svo á, að auk kvikmynda í hefðbundinni gerð teljist verk á myndböndum til kvikmynda, ef um hreyfimyndir er að ræða. h) Ljósmyndir. Hér á landi eru ekki sérstök lög um ljósmyndir gagnstætt því, sem annars er á Norðurlöndum, a.m.k. enn sem komið er, en þar eru uppi tillögur um að taka vernd ljósmynda í höfl. Samkvæmt ísl. höfl., sbr. 2. málsgr. 1. gr., njóta ljósmyndir, er ná því að teljast listaverk, óskor- aðrar verndar laganna. 1 1. málsgr. 49. gr. höfl. er öðrum ljósmyndum veitt nokkur vernd. i) Nytjalist. Hér er um að ræða nytjamuni, sem eru listrænir að ytra búnaði eða lögun. Ef þar er um listrænt verk að ræða, nýtur það verndar höfl. Hér á landi hafa ekki verið sett sérstök lög um mynsturvernd, en í 10. gr. höfl. er þó tekið fram, að mynstur njóti verndar sem nytjalist, enda fullnægi þau skilyrðum um notagildi og listræn einkenni. 4.2. Aðlaganir. Sjá grcinargerð með frv. til höfl., sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1281-1282, Weincke: Op- havsret, bls. 46-48, Olsson: Copyright, bls. 23-24, Bernitz o.fl.: Immaterialratt, bls. 31. Til verka verður ekki aðeins talið frumverkið, heldur einnig það, sem á lagamáli hefur verið nefnt aðlögun, sbr. 5. gr. höfl. Þar er meðal annars átt við breytingar á bókmenntaverki, að því tilskildu að hin 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.