Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 21
4.3.1. Réttindi listflytjenda. 1.-3. tl. 1. málsgr. 45. gr. höfl. fjallar um beinan listflutning. 1 grein- argerð með frv. til höfl. segir, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1303, að með beinum listflutningi sé átt við frumflutninginn, sem listflytjandi flytji persónuléga, en tekið er fram í 1. tl., að útvarpssending, sem fram fer samkvæmt bráðabirgðaupptöku útvarpsstofnunar jafngildi beinum listflutningi. 1.-3. tl. 1. málsgr. 45. gr. varða þannig þau not, sem unnt er að hafa af listflutningi samtímis flutningnum. Samkvæmt nefndum ákvæðum 45. gr. þarf leyfi flytjanda beins listflutnings til upptöku flutningsins, útvarps á honum svo og dreifingar með tækniaðferðum frá flutningsstað til annarra tiltekinna staða, sem almenningur á að- gang að. 4. tl. 1. málsgr. 45. gr. höfl. fjallar um síðari notkun listflutnings, sem tekinn hefur verið upp með samþykki listflytjanda. Er eftirgerð slíkrar upptöku háð samþykki flytjanda og varir sá réttur uns 25 ár eru liðin frá næstu áramótum, eftir að upptaka fór fram. Hins vegar þarf ekki samþykki listflytjanda til notkunar á hljómplötum eða öðr- um hljóðritum, sem á markað hafa verið sett, eins og berum orðum er tekið fram í greinargerð með frv. til höfh, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1304. Listflytjandi á hins vegar rétt á þóknun samkvæmt því, er nánar greinir í 47. gr. höfh, sbr. reglugerð nr. 228/1973 um sjóðstofn- un skv. 47. gr. höfundalaga nr. 73 frá 29. maí 1972 og samþ. 229/1973 fyrir Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Listamannsheiður listflytjenda nýtur verndar samkv. höfh, sbr. til- vísun 2. málsgr. 45. gr. í 4. gr. Eftir því sem við getur átt, eru umrædd réttindi listflytjenda háð sömu takmörkunum og höfundarréttindi, sbr. 2. málsgr. 45. gr. 4.3.2. Réttindi framleiðenda hljóðrita og myndrita. Samkvæmt 1. málsgr. 46. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 78/1984, er eftir- gerð myndrita og hljóðrita, þar á meðal á hljómplötum, óheimil án samþykkis framleiðanda. Helst þessi vernd í 25 ár frá næstu áramót- um, eftir að frumupptaka fór fram. Þessi réttindi eru háð ýmsum tak- mörkunum, sbr. 2. málsgr. 46. gr. 4.3.3. Réttindi útvarpsstofnana. Samkvæmt 48. gr. höfl. nýtur útvarpsstofnun vissrar verndar að því er til útvarpssendinga tekur. Án samþykkis hennar er endurvarp og dreifing um þráð óheimil svo og upptaka til endurflutnings. Þá er birting á sjónvarpi útvarpsstofnunar í atvinnuskyni eða ávinnings 91

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.