Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 22
óheimil án samþykkis hennar og loks eftirgerð á áður framkvæmdri upptöku útvarps. Þessi réttindi sæta, eftir því sem við getur átt, sams konar takmörkunum og höfundarréttindi, sbr. 2. málsgr. 48. gr. 4.4. Ljósmyndir, sem ekki teljast til listaverka. Höfl. veita Ijósmyndum nokkra vernd, þótt ekki sé um ljósmyndir að ræða, sem teljast til listaverka, sbr. 1. málsgr. 49. gr. Eftirgerð þeirra er óheimil án samþykkis rétthafa og rétthafi á rétt til þóknun- ar, ef ljósmynd er birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings. Opin- ber birting er hins vegar almennt heimil. Eftir því sem við á, sæta þessi réttindi samkv. 49. gr. sömu takmörkunum og höfundarréttindi sam- kv. II. kafla höfl., sbr. 2. málsgr. 49. gr. 4.5. Vernd rita samkv. 50. gr. höfl. Sjá Bernitz o.fl.: Immaterialratt, bls. 61-62, Weincke: Ophavsret, bls. 114-115, Karnell: Upphovsrattens katalogskydd i NIR 1972, bls. 248-260, og Kataloghöjden igen í NIR 1973, bls. 51-55, Bergström: Kataloghöjd — en nyhet som kan avvaras? í NIR 1972, bls. 393-397, og Lund: Grcnscdragningen mellem opphavsrettslig bcskyttelse og vern efter katalogreglen í NIR 1981, bls. 318-327. I 1. málsgr. 50. gr. segir, að óheimil sé eftirprentun og önnur eftir- gerð útgefins rits, sem reglur um höfundarrétt taki ekki til, uns 10 ár séu liðin frá næstu áramótum eftir útgáfu. Hér er um að ræða vernd til handa ritum, sem ekki ná því að vera verk. í greinargerð með frv. til höfl. segir, sbr. Alþt. 1971, A-deild, bls. 1805-1306, að vernd höf- undarréttar nái ekki til rita, sem hafi aðallega að geyma upplýsingar um tilteknar staðreyndir, svo sem sé um ýmsar skrár eða töflur. Rétt þyki samt að láta þá vinnu, sem þar felist að baki, njóta nokkurrar verndar. Samkvæmt orðalagi 50. gr. njóta útgefin rit þeirrar verndar, sem þar er um að ræða. Orðalagið er þarna til muna rýmra en á samsvar- andi ákvæðum í höfundalögum hinna Norðurlandanna. Eru þar til- greind rit, sem geyma mikið safn upplýsinga, svo sem töflur og skrár, sbr. 49. gr. dönsku höfl., 49. gr. sænsku höfl., 43. gr. norsku höfl. og 49. gr. finnsku höfl. Verður heldur ekki talið, að 50. gr. veiti hvaða ritum sem er umrædda vernd. Með hliðsjón af ofangreindum skýring- um í greinargerð verður að skýra 50. gr. svo, að viss lágmarksvinna verði að liggja riti til grundvallar, til þess að það njóti verndar sam- kvæmt ákvæðum hennar. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.