Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 30
eða þau eru heimil endurgjaldslaust. Mismunandi er, hvaða heimildir eru skertar með einstökum ákvæðum II. kafla. Takmarkanir II. kafla má flokka með eftirfarandi hætti: I fyrsta lagi er um að ræða frjáls og endurgjaldslaus not af verkum höfunda, sbr. t.d. 11. gr., 1. og 2. málsgr. 14. gr., 15. gr., fyrri málsl. 16. gr., 18. gr., 19. gr., 2. og 3. tl. 21. gr. og 22. gr. I öðru lagi er að nefna afnota- kvaðir (tvangslicens), sem heimila not verks án samþykkis höfundar, en höfundi er hins vegar áskilið endurgjald fyrir notin, sbr. t.d. 3. málsgr. 14. gr., síðari málsl. 16. gr., 17. gr., 20. gr., 1. og 4. tölul. 21. gr. og 23. gr. I þriðja lagi getur verið um að ræða svonefnda samn- ingskvöð (avtalslicens). Slík kvöð felur í megindráttum í sér, að samn- ingur um not verka gegn endurgjaldi, sem gerður hefur verið við sam- tök rétthafa höfundarréttar, er látinn binda höfunda bæði innan og ut- an samtakanna. Ákvæði af því tagi eru ekki í ísl. höfl., þar sem 23. gr. felur aðeins í sér afnotakvöð. I fjórða lagi er um að ræða takmarkanir, er leiðir af eignarráðum eiganda eintaks af verki, sbr. 24. og 25. gr. 7.1. Undantekningarregla 9. gr. höfl. Samkv. 9. gr. höfl. eru tiltekin gögn óháð höfundarrétti. Lög, reglugerðir, fyrirmæli stjórnvalda, dómar og önnur áþekk gögn, sem samin eru af opinberri hálfu, og opinberar þýðingar á slíkum gögnum njóta ekki verndar höfl. Talning 9. gr. er ekki tæmandi, eins og ber- lega kemur fram af orðalaginu. I greinargerð fyrir frv. til höfl. er tekið fram, að 9. gr. taki aðeins til nefndra gagna, eins og þau komi frá hendi hins opinbera. Ef hins vegar sé úr þessum gögnum unnið, falli slík verk undir vernd höfl. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1285). 7.2. Undantekingarákvæði 13. gr. höfl. Sjá greinargerð með frumv. til höfl., sbr. Alþt. 1971. A-deild, bls. 1287-1288, Weincke: Ophavsret, bls. 99-100, og Meinander: Det upphovsrattsliga skyddet av arkitektur í Tid- skrift, utgiven av Juridiska Föreningen i Finland 1978, bls. 163 o.áfr. Eins og áður var vikið að, takmarka ákvæði II. kafla höfl. almennt ekki sæmdarrétt höfundar. Ákvæði 13. gr. gera þar undantekningu, sem á við byggingarlist, sbr. 1. málsgr. 13. gr., og nytjalist, sbr. 2. málsgr. 13. gr. Ganga þessi undantekningarákvæði misjafnlega langt eftir því, hvor listgreinin á hlut að máli. 7.2.1. Byggingarlist. Að því er varðar byggingarlist, er tekið fram í 1. málsgr. 13. gr., að eiganda mannvirkis, sem njóti verndar eftir reglu um byggingar- 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.