Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 35
7.8. Heimild til hljóðritunar birtra verka til bráðabirgðanota við kennslu. 18. gr. höfl. heimilar fræðslumálastjóminni að láta fara fram innan opinberra skóla upptöku birtra verka á hljóðrit til bráðbirgðanotkunar við kennslu. Jafnframt er tekið fram, að ekki mégi nota hljóðritin í öðru skyni og að ekki sé heimild til beinnar upptöku eftir hljómplöt- um eða öðrum hljóðritum, sem framleidd eru til markaðssölu. Heimild samkv. 18. gr. nær því fyrst og fremst til hljóðritunar eftir útvarpi. Heimild 18. gr. nær ekki til upptöku á myndrit. 7.9. Útgáfa bókmenntaverka og tónverka með blindraletri og ljós- myndun slíkra verka í þarfir heyrnar- og málleysingjaskóla, Samkv. 19. gr. höfl. er heimilt án endurgjalds til höfundar að prenta og gefa út með blindraletri bókmenntaverk og tónverk, sem út hafa verið gefin. Einnig má ljósmynda þau til notkunar í heyrnar- og mál- leysingjaskólum. 7.10. Afnotakvöð í þágu tónlistar. 20. gr. höfl. mælir svo fyrir, að heimilt sé að nota sem texta einstök kvæði eða kafla úr stærri verkum, sem út hafa verið gefin, þegar lög eru sungin opinberlega á hljómleikum. Má þá einnig prenta textann í sögnskrá án nótna til afnota fyrir áheyrendur. Höfundur á rétt til þóknunar fyrir þessi afnot. 7.11. Afnotakvöð í þarfir fræðslu. Samkvæmt 21. gr. höfl., sbr. 1. töluh, er opinber flutningur bók- menntaverks eða tónvei’ks, sem út hefur verið gefið og ekki er leik- sviðsverk, heimill við fræðslustarfsemi. Höfundi ber þóknun, ef greitt er sérstaklega fyrir flutninginn. Afnotakvöð þessi er í þágu hvers konar flutnings verka, þar á með- al flutnings í útvarpi. Hins vegar nær kvöðin aðeins til verka, sem hafa verið gefin út. Er samkvæmt því miðað við útgáfu í skilningi höfl. en ekki birtingu, sbr. skilgreiningar í 2. og 3. málsgr. 2. gr. 7.12. Heimild til opinbers flutnings bókmenntaverks og tónverks á samkomum og mannfundum. Samkvæmt 2. og 3. tölul. 21. gr. höfl. er með vissum skilyrðum frjálst að flytja bókmenntaverk og tónverk, sem út hafa verið gefin og ekki eru leiksviðsverk, á samkomum og mannfundum, sem ekki er stofnað til í atvinnuskyni eða ávinnings, sbr. nánar nefnd lagaákvæði. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.