Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 40
lífi svo og vegna hjúskapar, arfs og lögsóknar skuldheimtumanna. 1 39.-42. gr. eru síðan reglur um sérstakar tegundir samninga. 8.1. Framsal höfundarréttar. Eins og áður segir, á höfundur einn höfundarrétt að verki, þegar það verður til, sbr. 1. gr. höfl. Jafnframt er meginreglan sú, að höf- undur geti framselt fjárhagslegan rétt sinn, en hins vegar ekki sæmd- arrétt, sbr. 1. málsgr. 27. gr. höfl. Framselja má hinn fjárhagslega rétt í heild og einnig sér í lagi tilteknar heimildir, sem í höfundarrétti felast. Framsal getur og verið staðbundið og tímabundið. Framsali getur fylgt einkaréttur til þeirra afnota, sem í samningi greinir, og er höfundi þá óheimilt að veita öðrum sams konar not eða hafa þau sjálfur. Sá aðili, sem fær rétt til einkanota af verki með tilteknum hætti, getur fylgt þeim rétti eftir með málssókn, ef með þarf. Þegar ekki er veittur einkaréttur, er afnotaheimildin nefnd leyfis- réttur og má þá höfundur neyta sama réttar við hlið leyfishafa eða veita hann öðrum. Leyfishafi samkvæmt slíkum rétti getur ekki höfð- að mál á hendur þeim, sem nýta verkið án heimildar. Sá réttur er áfram óskertur á hendi höfundar sjálfs. Framsal höfundarréttar er ekki bundið neinum sérstökum skilyrð- um, svo sem um form. Þannig getur framsal höfundarréttar falist í starfssamningi, enda þótt engum beinum ákvæðum þar að lútandi sé til að dreifa. I fræðiritum hafa verið settar fram leiðbeiningarreglur við úrlausn þess vanda, er rís, þegar starfssamningur kveður ekki á, hve víðtækt framsal höfundarréttar sé. Þar hefur einkum gætt tveggja sjónarmiða, sem sjálfsagt leiða oftast til sömu niðurstöðu í raun. Annað þeirra er á þá leið, að vinnuveitandi hljóti þann höfund- arrétt, sem honum sé nauðsynlegt að fá til þess að nýta verkið í venju- legri starfsemi sinni. Hitt sjónarmiðið er það, að vinnuveitandi fái höfundarrétt að svo miklu leyti sem sanngjarnt og nauðsynlegt geti talist ef markmiði með starfssamningum eigi að ná. (Sjá hér t.d. Berndt Godenhielm: Arbetstagares upphovsrátt í NIR 1978). Rétt er að minna á, að á sviði samningagerðar um höfundarréttindi gegna ýmis samtök höfunda veigamiklu hlutverki, þar á meðal í al- þjóðlegu samstarfi. Þannig annast Samband tónskálda og eigenda flutnirigsréttar (STEF) samninga og innheimtu höfundarlauna að því er tekur til opinbers flutnings og útgáfu tónverka og texta með tónverkum. Fer STEF með höfundarrétt á grundvelli umboðs frá innlendum höfundum og einnig fyrir erlenda höfunda fyrir milligöngu 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.