Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 42
én serstakar reglur giida um fyrirsvar sæmdarréttar eftir lát höfund- ar, sbr. 59. gr. höfl., sbr. 8. gr. laga nr. 78/1984. 8.3. Hjúskapur. Höfundarréttur er séreign höfundar, á meðan hann lifir. Verður sú séreign eigi skert með kaupmála eða öðrum hætti, þar á meðal hvorki við slit á fjárfélagi né búskipti. Tekjur af höfundarrétti og endur- gjald fyrir framsal hans eru hins vegar hjúskapareign. Að höfundi látnum telst höfundarréttur hjúskapareign hans, nema kaupmáli standi til annars, sbr. 1. málsgr. 30. gr. höfl. Um eintök listaverka fer með vissum skilyrðum eftir sömu reglum svo og um handrit, sbr. 3. máls- gr. 30. gr. höfl. 8.4. Lögsókn skuldheimtumanna. Skuldheimtumenn geta ekki leitað fullnustu í höfundarrétti, hvorki hjá höfundi sjálfum né þeim, sem hlotið hafa þann rétt að arfi eða fyrir hjúskap. Hjá framsalshafa má aðeins leita fullnustu í þeim rétti, sem honum er heimilt að framselja, en slíkan rétt á framsalshafi al- mennt ekki, nema svo hafi verið sérstaklega samið, sbr. 2. máisgr. 30. gr. höfl. Þessar reglur gilda einnig um eintök listaverka, sem höf- undur hefur ekki haft til sýnis almenningi, boðið opinberlega til sölu eða viðurkennt með öðrum hætti, að birta megi opinberlega, svo og um handrit, sbr. 3. málsgr. 30. gr. höfl. 9.0. RÉTTARVARSLA. 9.1. Refsingar. Meginreglan er sú, að brot á höfundarrétti varði refsingu og eru brot, sem refsingu varða, talin upp í 54. gr. höfl., sbr. 6. gr. laga nr. 78/1984. Mestu máli skiptir, að refsiverðar eru aðgerðir, sem brjóta í bága við einkarétt höfundar samkvæmt 3. gr. og sæmdarrétt hans, sbr. 4. gr. Brot varða sektum, varðhaldi eða fangelsi, allt að tveimur árum. Voru viðurlög þyngd með lögum nr. 78/1984, sbr. 5. gr. þeirra laga. Það er skilyrði refsingar, að brot hafi verið framið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, sbr. 1. málsgr. 54. gr. Dæma má fésekt á hend- ur félagi eða fyrirtæki, ef brot hefur verið framið á vegum þess, sbr. 3. málsgr. 54. gr. 9.2. Upptaka og ónýting muna. 1 55. gr. höfl. er lagt á vald dómstóla að ákveða upptöku á ólöglegum eintökum og munum, sem varða undirbúning að gerð slíkra eintaka, 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.