Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 50
leikjum, geti verið hvort tveggja, eintök af tölvuhugbúnaði og eintök af öðru hugverki, sem sé leiknum sjálfum. Skv. íslensku höfundalög- unum geta slíkir tölvuleikir verið vernduð hugverk. Sjálfstæð sköpun þeirra felst í því að hanna fígúrur, myndflöt og hljóð, ákveða gang leiksins o.s.frv. 2. SKRÁNING OG VINNSLA EFNIS I UPPLÝSINGABÖNKUM. 2.1. Höfundaréttindi yfir efni sem skráð er í upplýsingabanka. Framsýnir menn sjá fyrir sér hið eintakalausa samfélag. Þar eru bækur ekki gefnar út í þeim skilningi sem nú er venja að leggja í það hugtak. Þess í stað geyma höfundar jólabækurnar í upplýsingabanka. Þar eru skráðar fræðigreinar sem nú til dags birtast í tímaritum. Upp- lýsingabankinn hefur líka að geyma sjónvarpsdagskrána, lista yfir íþróttakappleiki sumarsins og tilboð frá ferðaskrifstofum. Almennir borgarar panta útskriftir af Ijóðabókum eða lista yfir þriggja stjörnu hótel í París eftir að hafa kallað fram upplýsingarnar á heimilistölv- ur sínar. Hluti af þessari lýsingu er framtíðarspá, annað er raunveruleiki. Vegna þess hve lítill hluti ritaðs máls liggur nú fyrir í tölvutæku formi, hafa upplýsingabankar hingað til verið notaðir í litlum mæli til að geyma texta í fullri lengd. Helst er um að ræða alls kyns fræðilegt efni, að því er lögfræði varðar aðallega dóma, lög og reglugerðir. Hér á landi mun enn sem komið er lítið um upplýsingabanka, sem geyma texta, en nokkuð er um að staðreyndir séu geymdar í upplýsinga- bönkum. Hugsum okkur að fjölmiðlunarfyrirtæki hafi komið á fót upplýsinga- banka. Sú spurning vaknar livort fyrirtækið þurfi að leita samþykkis höfundarins strax þegar verk hans er skráð eða hvort nægjanlegt sé að hann gefi samþykki sitt þegar útskrift er tekin. Samkvæmt íslensk- um rétti leikur varla vafi á því að gerð eintaks af verki fer fram við að færa það yfir á diska, harðan disk og aðra miðla sem notaðir eru við skráningu. Hins vegar er mjö'g vafasamt að meðan verkið liggur aðeins fyrir í innra minni tölvunnar sé unnt að tala um eintak í skiln- ingi höfundaréttar. Þessi skilningur á eintakagerð hefur einnig verið lagður til grundvallar annars staðar á Norðurlöndum1) og á síðustu árum hafa einnig fallið dómar í Bandaríkjunum, sem ásamt þarlend- um höfundalögum frá 19762) leggja sama skilning til grundvallar. 1) Sjá t.d. Bing: Oppliavsrettsligc aspekter .... bls. 113-115. 2) Section 101. 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.