Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 50
leikjum, geti verið hvort tveggja, eintök af tölvuhugbúnaði og eintök af öðru hugverki, sem sé leiknum sjálfum. Skv. íslensku höfundalög- unum geta slíkir tölvuleikir verið vernduð hugverk. Sjálfstæð sköpun þeirra felst í því að hanna fígúrur, myndflöt og hljóð, ákveða gang leiksins o.s.frv. 2. SKRÁNING OG VINNSLA EFNIS I UPPLÝSINGABÖNKUM. 2.1. Höfundaréttindi yfir efni sem skráð er í upplýsingabanka. Framsýnir menn sjá fyrir sér hið eintakalausa samfélag. Þar eru bækur ekki gefnar út í þeim skilningi sem nú er venja að leggja í það hugtak. Þess í stað geyma höfundar jólabækurnar í upplýsingabanka. Þar eru skráðar fræðigreinar sem nú til dags birtast í tímaritum. Upp- lýsingabankinn hefur líka að geyma sjónvarpsdagskrána, lista yfir íþróttakappleiki sumarsins og tilboð frá ferðaskrifstofum. Almennir borgarar panta útskriftir af Ijóðabókum eða lista yfir þriggja stjörnu hótel í París eftir að hafa kallað fram upplýsingarnar á heimilistölv- ur sínar. Hluti af þessari lýsingu er framtíðarspá, annað er raunveruleiki. Vegna þess hve lítill hluti ritaðs máls liggur nú fyrir í tölvutæku formi, hafa upplýsingabankar hingað til verið notaðir í litlum mæli til að geyma texta í fullri lengd. Helst er um að ræða alls kyns fræðilegt efni, að því er lögfræði varðar aðallega dóma, lög og reglugerðir. Hér á landi mun enn sem komið er lítið um upplýsingabanka, sem geyma texta, en nokkuð er um að staðreyndir séu geymdar í upplýsinga- bönkum. Hugsum okkur að fjölmiðlunarfyrirtæki hafi komið á fót upplýsinga- banka. Sú spurning vaknar livort fyrirtækið þurfi að leita samþykkis höfundarins strax þegar verk hans er skráð eða hvort nægjanlegt sé að hann gefi samþykki sitt þegar útskrift er tekin. Samkvæmt íslensk- um rétti leikur varla vafi á því að gerð eintaks af verki fer fram við að færa það yfir á diska, harðan disk og aðra miðla sem notaðir eru við skráningu. Hins vegar er mjö'g vafasamt að meðan verkið liggur aðeins fyrir í innra minni tölvunnar sé unnt að tala um eintak í skiln- ingi höfundaréttar. Þessi skilningur á eintakagerð hefur einnig verið lagður til grundvallar annars staðar á Norðurlöndum1) og á síðustu árum hafa einnig fallið dómar í Bandaríkjunum, sem ásamt þarlend- um höfundalögum frá 19762) leggja sama skilning til grundvallar. 1) Sjá t.d. Bing: Oppliavsrettsligc aspekter .... bls. 113-115. 2) Section 101. 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.