Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 57
1979, bls. 174 o.áfr., einkum bls. 189-198). Hins vegar má líka skilja dóminn svo, að sameignarfélagið D sé skaðabótaskylt sökum þess að verkstjóri félagsins hafi vanrækt skyldu til að ganga úr skugga um, að umbúnaður væri fullnægjandi áður en hann fól starfsmanninum að vinna á verkpallinum. Þeim, sem þetta ritar, finnst síðari skilningurinn nærtækari. G hefði verið auðvelt að kanna aðstæður í umrætt sinn og naumast gat farið fram hjá neinum, sem var á staðnum, að handrið vantaði. Gegn sök af hálfu G mælir m.a., að almennt ættu þeir, sem afgreiða steypu og annað efni til nýbygginga, að geta treyst því, að byggingar- meistari eða vei’kstjórar á byggingarstað sjái um að öryggisbúnaður sé ekki andstæður ákvæðum, sem sett eru í lög og reglugerðir til varn- ar slysum. I framhaldi af því má spyrja, hvort almennt sé óforsvaran- legt að senda óiðnlærðan verkamann með byggingarvörur á vinnustað í nýbyggingu, án þess að með honum fari verkstjóri, sem kannar um- búnað og varar verkamanninn við hættum, sem kunna að vofa yfir. Dómur í Hrd. 1965, 321 um vinnuslys í vörugeymslu bendir til, að svo strarigar kröfur verði yfirleitt ekki gerðar til vinnuveitenda, en í hon- um er sýknað af bótakröfu, þar sem Hæstiréttur taldi vinnuveitanda ekki bera ábyrgð á afgreiðslu varnings í vörugeymslu annars aðila (Um dóm þennan er fjallað í fyrrnefndri grein í Tímariti lögfræðinga 1979, bls. 195-197). Telja verður miður farið, að rökstuðningur Hæstaréttar skuli ekki vera ítarlegri en raun ber vitni. Gera verður kröfu til þess, að í dómi séu tekin af öll tvímæli, ef ætlunin er að setja fordæmi, sem felur í sér nýmæli í íslenskum skaðabótarétti. Ef bótaábyrgð vinnuveitandans er hins vegar reist á sök G, hefði verið mjög auðvelt að taka það fram skýrt og greinilega. 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.