Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 9
Þessi aðgreining tilvika, sem bótareglur kpl. taka til, og annarra til- vika, er dæma verður um eftir almennum skaðabótareglum, veldur yfir- leitt ekki erfiðleikum í framkvæmd. Takmarkatilfelli geta þó komið upp, t.d. þegar söluvara er notuð sem hráefni til framleiðslu eða sölu- hlutur er varanlega skeyttur við aðra hluti eða blandast þeim, þannig að söluhluturinn verður óaðskiljanlegur hluti af samsettri vöru eða efni. Ef hlutur eða framleiðsluvara skemmist sökum þess að hráefni (söluvaran) er gallað, t.d. þegar ónýtur sykur er notaður til sælgætis- gerðar eða gölluð fiskflök til framleiðslu tilbúinna fiskrétta, er al- mennt talið, að um bótaskyldu vegna skemmda á hinni fullunnu vöru skuli dæmt eftir reglum kpl. um skaðabótaskyldu vegna galla, þó að hér sé tvímælalaust um að ræða skemmdir á öðrum hlutum af völdum hins selda.2 Fáir íslenskir dómar hafa gengið um þess konar tjón (ingrediensskader), sbr. þó H 1983, 1469 (þar er 3. mgr. 43. gr. kpl. talin eiga við um ábyrgð seljanda gallaðrar steinsteypu vegna skemmda, sem urðu á útveggjum húss kaupanda af völdum þess að steypunni var áfátt að gæðum) og H 1984, 110, H 1984, 118 og H 1984, 125 (3. mgr. 43. gr. kpl. talin eiga við um ábyrgð seljanda gallaðs salts vegna skemmda, sem urðu á fiski af völdum þess að saltið var mengað kopar og því óhæft til söltunar fisks). Orsök tjóns og umfang þess er óháð efni kaupsamningsins eða því hvort hann er gildur. Skaðsemisábyrgð getur því stofnast, án þess að hættueiginleiki hlutar sé galli í skilningi kpl. Til dæmis telst skortur á leiðbeiningum um notkun söluhlutar ekki alltaf galli, en leiðbeininga- skorturinn getur varðað bótaskyldu, ef tjón hlýst sökum þess að hlut- urinn er eigi notaður á réttan hátt. Ákvörðun bóta fyrir tjón vegna hættulegra eiginleika ræðst ekki að neinu leyti af kaupverði eða því, hvort rift er eða haldið fast við kaupsamninginn. Ef maður er bóta- skyldur eftir reglum kpl. um galla veita þær hins vegar kaupanda al- mennt rétt til bóta, sem nema, ef hann riftir kaup, mismun á kaup- verðinu og verði söluhlutar á þeim tíma, er afhending átti að fara fram, sjá 45. gr., sbr. 25. gr. kpl. Ef kaupandi heldur fast við kaup, á hann rétt á bótum fyrir verðrýmun, sem gallinn hefur í för með sér. Tjón af hættulegum eiginleikum getur bæði bitnað á kaupanda og öðrum mönnum, svo sem fjölskyldu kaupanda, vinum, starfsmönnum (H 1974, 977), viðskiptamönnum og öðrum (H 1957, 674). Reglum um skaðsemisábyrgð verður oft beitt um bótakröfur tjónþola á hend- 2 Sbr. t.d. Dahl, 144-158. 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.