Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 58
sáttur vi5 þau dómsstörf, sem um er fjallað í bókinni, leggur hann bókina frá sér og fer að hugsa annað. Hann hefur þá tekið afstöðu sína eftir að hafa kynnt sér málið. Við því er ekkert að segja. Ef lesandinn er á hinn bóginn ósáttur við þetta, ætti hann a.m.k. að hug- leiða hvað þurfi að gera til að breyta þessu ástandi. Þar kemur sjálfsagt margt til athugunar. Ég held, að eitt af því, sem þurfi tii að koma sé, að þagnar- múrinn um Hæstarétt verði rofinn. Hér á landi ríkir það ástand, að rétturinn fellir dóma um grundvallaratriði, oft án nokkurs marktæks rökstunings og enginn segir neitt. Hér er þó einatt um að ræða málefni, sem skipta fólkiö í landinu miklu meira máli en flest þau dægurmál, sem fjölmiðlar eru upp- fullir af frá degi til dags. Umfjöllunin um dómana verður hins vegar að vera málefnaleg. Hér þurfa blaðamenn að leggja harðar að sér og fá til þess lið- veizlu lögfræðinga." í grein sinni gerir Björn Þ. Guðmundsson því skóna að rökstuðningur fyrir dómsniðurstöðum skipti ekki miklu máli, hvorki fyrir aðila né aðra. Hugleiðingar höfundarins um þetta benda til þess að hann sé lítt kunnugur viðhorfum manna sem átt hafa í dómsmálum þegar þeir fá niðurstöðuna í hendur. Mín reynsla er sú að langflestir hafa á því mikinn áhuga, hvernig dómsniðurstaðan var fengin. Ef satt skal segja er það oft grundvallaratriði varðandi það hvort málsaðili sættir sig auðveldlega við niðurstöðu í máli sem hann hefur tapað. Hlutlausar lögfræðilegar röksemdir dómara valda því einatt að menn sætta sig vel við að tapa máli. Það er fjarstæða, sem mér virðist mega lesa út úr hugrenningum Björns, að almenningur líti á dómara sem alvitra spekinga, þannig að nóg sé að fá að vita niðurstöður þeirra en engu skipti röksemdirnar. Vonandi líta dómarar ekki svona á sjálfa sig. Mönnum eru fengin dómarastörf vegna þess að þeir eiga að kunna skil á ákveðnum aðferðum, lögfræðilegum aðferðum, við að skera úr þrætum. Þeir hafa ekki valist í dómaraembætti fyrir þá sök, að þeir þyki fá betri hugdett- ur en samborgarar þeirra. Það er grundvallaratriði, sem varðar trúnað dóm- stólanna, að fram komi í úrlausnum hvernig niðurstaðan er fengin. Þar að auki skiptir rökstuðningur miklu máli vegna þess að menn þurfa að vita hver rétturinn er í landinu. Um hvaða efnisatriði t.d. hæsíaréttardómur hefur fordæmisgildi. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum eru um það skýr ákvæði í lögum að dómar skuli vera rökstuddir. Björn Þ. Guðmundsson ræðir um ,,fyrir“ hvern dómur sé saminn. Svo sem ég hef bent á, er svarið við þessari spurningu fremur einfalt. Hann er sam- inn fyrir þann sem les hann hverju sinni, f hvaða skyni sem lesið er og hvort sem það er aðili, lögmaður hans, fræðimaður, annar dómari, blaðamaður eða sauðsvartur almúgamaður sem les. Til forsendna verða aðallega gerð- ar þær kröfur að fram komi ástæður dómarans fyrir niðurstöðunni miðað við málflutning aðilanna. Og dómurinn er líka saminn fyrir einn mann enn. Dóm- arann sjálfan. Kannski er þetta þýðigarmest. Það er örugglega ekkert betur til þess fallið að vernda borgara gegn röngum dómsniðurstöðum en brýn skylda sem hvílir á dómara um að rökstyðja niðurstöðu sína. Og með traust- um og markvissum rökstuðningi ávinnur dómari sér traust, sem á endanum kann að jafnast á við að almenningur líti á hann sem alvitran speking. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.