Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 12
Þróunin hefur orðið sú í nágrannalöndunum og víða um heim, að
víStæk bótaábyrgð á öðrum grundvelli en að framan greinir hefur
verið lögð á framleiðendur og í mörgum tilvikum seljendur. Er ýmist
um að ræða hertar kröfur um aðgæslu (rýmkaða sakarreglu), ábyrgð
án sakar (hreina hlutlæga ábyrgð) eða að slakað er á kröfum um sönn-
un. Víðtæk bótaábyrgð hefur einkum verið látin ná til tjóns, sem al-
mennur neytandi verður fyrir af völdum iðnaðarvamings eða vöru,
sem seld er í almennum verslunarrekstri. Slík ábyrgð myndi síður
verða lögð á vegna sölu milli einstaklinga utan atvinnurekstrar. Hins
vegar leikur meiri vafi á um bótagrundvöll, þegar atvinnurekandi
verður fyrir tjóni vegna hættulegs eiginleika hlutar, sem hann hefur
keypt í atvinnuskyni hjá öðrum atvinnurekanda.
Víðtæk ábyrgð hefur verið rökstudd með því, að neytandi eigi erfitt
með að verjast tjóni af þessu tagi og verði að treysta á að söluhlutur
sé ekki hættulegur. Framleiðandi og einnig í nokkrum mæli seljandi
eigi hins vegar auðveldara með að meta hvort hætta sé á ferðum og
gera viðeigandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir tjón. Víðtæk
ábyrgð hvetji þá til slíkra ráðstafana og auðvelt sé að dreifa tjóns-
kostnaðinum með því móti að kaupa ábyrgðartryggingu. Auk þess sé
aðstaða þeirra í skaðabótamálum oft sterkari m.a. vegna þess að þeir
eigi betri aðgang að sönnunargögnum um orsakir tjóns en tjónþoli
(neytandi). Margir seljendur þekkja að vísu lítið eða ekkert til þess
hvernig vara, sem þeir selja, er búin til. Fjölmargar vörur koma til
seljanda 1 lokuðum umbúðum og fara þannig frá honum í hendur
neytanda. Aðrar vörur eru þannig, að gegn og skynsamur seljandi
hefur ekki aðstöðu eða þekkingu til að dæma um, hvort þær eru haldn-
ar hættulegum eiginleikum. Þegar svo stendur á, hafa því sumir talið
óeðlilegt að leggja víðtæka ábyrgð á seljanda, enda þótt framleiðandi
beri slíka ábyrgð. Ef framleiðandi er hins vegar ekki í því landi, sem
varan er seld, hefur þrátt fyrir fyrrgreind rök verið rík tilhneiging
til að fella víðtæka ábyrgð á innflytjanda eða aðra milliliði, sökum
þess að neytandi á þá oft óhægt með að leita réttar síns gagnvart fram-
leiðanda.
Rök gegn víðtækri ábyrgð vegna tjóns af völdum hættulegra eigin-
leika eru m.a. þau, að hún geti komið í veg fyrir tækniframfarir eða
tafið fyrir þeim, hún sé óeðlilega þungbær og stundum í miklu ósam-
ræmi við endurgjald seljanda eða framleiðanda. Einnig sé vafasamt
að grípa til hreinnar hlutlægrar ábyrgðar, þegar kostur sé á öðrum
víðtækum bótareglum, sem líklegri séu til þess að viðhalda hæfilegu
90