Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 30
meðferð í opinberu máli til mannréttindanefndar Evrópuráðsins, tóku
Islendingar við sér. Hefur nú að undanförnu verið unnið allrösklega
að því að semja ný lög um meðferð opinberra mála, þar sem um veru-
lega framför er að ræða samkvæmt þeim drögum sem höfundur þess-
ara hugleiðinga hefur séð, enda þótt þar sé einnig að finna varhuga-
verð ákvæði, t.d. um gerræðislegan rétt dómara til að svipta sak-
borning rétti til að velja sér verjanda.
Freistandi hefði verið að ræða hér um fleiri svið mannréttindamála
og skuldbindingar Islendinga í því sambandi. Ekki hefur gefist tæki-
færi til að fjalla um mannréttindasamninga á sviði Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar né alþj óðasamninginn um réttarstöðu flótta-
manna. Þá hefði og verið freistandi að gera alþjóðasáttmálum um
félagsleg réttindi nokkur skil, en það verður ekki gert hér.
Ég gat þess að nú væri talað um þriðju og fjórðu kynslóð mann-
réttindareglna og þá átt við rétt til þróunar og rétt til friðar. Skilyrði
þróunar sem víðast á jörðinni og skilyrði allsherj arfriðar eru m.a.
þau, að tryggð verði ekki aðeins pólitísk og borgaraleg réttindi manna,
heldur einnig efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi manna
í víðtækustu merkinu. Það blasir við öllum þeim sem sjá vilja, að ekki
næst árangur með því að tryggja annað hvort einungis borgaraleg
og pólitísk réttindi eða einungis efnahagsleg, félagsleg og menningar-
leg réttindi. Mér virðist að sagan kenni okkur, að til þess að unnt sé
að njóta borgaralegra og pólitískra réttinda verði efnahagsleg, félags-
leg og menningarleg réttindi annarrar kynslóðar að vera tryggð. Þess
vegna verði að tryggja bæði réttindi fyrstu og annarrar kynslóðar og
þá tekst vonandi að tryggja þriðju og fjórðu kynslóðar mannréttindi.
Ekki er þó að vænta verulegra úrbóta á þessu sviði, nema stjórn-
völd og almenningur vakni til áhuga um þessi réttindi. Slíkur áhugi
verður helst vakinn með fræðslu, bæði fræðslu um brot gegn mann-
réttindum og fræðslu um stjórnarskrárbundin ákvæði um mannrétt-
indi og sáttmálabundin ákvæði um mannréttindi. Mannréttindi eru
ekki einungis tilefni til umræðu á hátíðisdögum, heldur verða þau að
vera snar þáttur hversdagslífsins. Lifandi áhugi og umræða um mann-
réttindi getur ein tryggt það, að fulltrúar á löggjafarþingi neyðist
til þess við allar ákvarðanir um löggjafarmálefni að taka tillit til
reglna um mannréttindi skv. landsrétti og þjóðarétti, bæði þeirra sem
nú eru í gildi og þeirra, sem vænta má að settar verði á næstunni,
þannig að ætíð verði rökstutt þegar ný löggjöf er til umræðu, á hvei’n
hátt hún kunni að stuðla að þróun mannréttinda og þai’ með bætt-
um heimi.
108