Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 20
11. ÁBYRGÐARTRYGGING VEGNA SKAÐSEMISÁBYRGÐAR
Hér á landi hefur atvinnurekendum lengi boðist ábyrgðartrygging
vegna skaðsemisábyrgðar. Hinn 1. janúar 1989 gengu í gildi nýir
ábyrgðartryggingarskilmálar hjá flestum íslenskum vátryggingafélög-
um. 1 þeim eru miklu ítarlegri ákvæði um gi'eiðsluskyldu félaganna
vegna skaðsemisábyrgðar en áður var. Hinum nýju skilmálum verður
ekki lýst hér.
Ábyrgðartrygging vegna skaðsemisábyrgðar er mj ög mikilvæg, bæði
fyrir vátryggðan og tj ónþola, sem krefur hann um skaðabætur. Ástæða
er til að vekja athygli á, að umræður um hvernig lögum beri að haga
á þessu sviði hljóta mjög að mótast af því, hvort og í hve ríkum mæli
framleiðendur og seljendur eiga þess kost að ábyrgðartryggj a sig
gegn kröfum sem þessum. Séu slíkar vátryggingar víðtækar og undan-
þáguákvæði í skilmálum óveruleg, er auðvelt að koma við víðtækum
reglum um bótaskyldu framleiðenda og seljenda. Ef vátryggingar-
kostir eru á hinn bóginn takmarkaðir og margs kyns áhætta undan-
þegin ábyrgð vátryggjanda, verður víðtæk skaðabótaábyrgð þung-
bærari.
12. RÉTTARREGLUR I ÖÐRUM NORRÆNUM RÍKJUM
Almennar ólögfestar reglur um bótaábyrgð vegna hættulegra eigin-
leika eru nú í stórum dráttum þær sömu á öllum Norðurlöndum.
Á Norðurlöndum og víðar hefur verið unnið að undirbúningi lög-
gjafar um þetta efni. Nokkurra ára gömul finnsk, norsk og sænsk
nefndarálit12 liggja fyrir, en ekki hefur orðið úr almennri lagasetn-
ingu í þessum ríkjum, nema í Noregi.13 Nýju norrænu kaupalagafrum-
vöiioin fela ekki í sér neinar reglur um ábyrgð vegna hættulegra eigin-
leika.
Danir hafa sérstöðu vegna aðildar sinnar að Evrópubandalaginu.
Á árinu 1985 samþykkti bandalagið tilskipun (direktiv) um samræm-
ingu á réttarreglum aðildarríkj anna um bótaábyrgð vegna hættulegra
eiginleika söluhlutar. Fyrir danska þjóðþinginu liggur frumvarp til
12 Nefndarálitin eru þessi: Finnland, Kommittébetankande 1978:19, Noregur, NOU 1980:29
Produktansvaret og Svíþjóð, SOU 1976:23 Produktansvar I og SOU 1979:79 Produkt-
ansvar II.
13 í Noregi gilda nú um þetta efni „Lov om produktansvar 23 desember 1988 nr. 104.“
98