Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 53
skýringargögnum, sem þar var vitnað til (þ.e. greinargerðar með
frumvarpi og framsöguræðu ráðherra á Alþingi). Hvað sem öðru
líður verður ekki annað sagt en að oft hafi komið fram léttvægari
röksemdir í héraðsdómum. Reglurnar um samningafrelsi og um skuld-
bindingargildi samninga eru gamalgrónar í íslenskum rétti og þarfn-
ast þær engrar réttlætingar á þessum vettvangi. Alkunnugt er, að lög-
gjafinn hefur stundum séð ástæðu til að takmarka gildi þessara reglna
á tilteknum sviðum, en þá kröfu ætti þá að mega gera til þess háttar
ákvæða, að þau séu skýr og greinargóð, og þar sem um undantekningar-
ákvæði er að ræða sýnist réttmætt að leggja ekki víðtækari merkingu
í þau en ítrasta nauðsyn ber til (þó að sjálfsögðu þannig að þeim fylgi
réttaráhrif). Ákvæðið í 29. gr. er varla undanþegið þessu lögmáli. Sé
þessi stuttorða grein borin saman við tiltæk skýringargögn, kemur
viss óskýrleiki í ljós, sem getur valdið vafa um réttan skilning
ákvæðisins. Orðalagið „veiti viðtakanda betri rétt en hann hefur sam-
kvæmt gildandi lögum“ er ónákvæmt og loðið. 1 stað „gildandi laga“
hefði verið eðlilegra að tiltaka ákveðin lög, svo sem kaupalögin nr. 39/
1922. Af framsöguræðu viðskiptaráðherra með frumvarpi til 1. 56/
1978 kemur að vísu fram, að einkum muni átt við kaupalögin (og
þau ein nefnd í sambandi við 29. gr.) en þar er þá einungis rætt um
ábyrgðartímann í 54. gr. kpl. Orðrétt segir þar:
„Reglur 29. gr. um ábyrgðaryfirlýsingar leiða í reynd til þess, að
óheimilt verður að semja um skemmri ábyrgðartíma en þann sem
kveðið er á um í hinum frávíkjanlegu reglum kaupalaganna. Hér er
um að ræða, að kaupandi verður, innan eins árs eftir að hann fékk
söluhlut í hendur, að bera fyrir sig galla á honum. í viðskiptalífinu
hefur talsvert eða jafnvel mikið borið á því, að seljendur semji sig
undan þessum ábyrgðartíma og ákveði hann miklu skemmri, bæði
með sjálfstæðum ábyi’gðaryfirlýsingum og yfirlýsingum, sem eru þátt-
ur í stöðluðum samningsskilmálum, sem kaupendur eru látnir sam-
þykkja ... “
1 greinargerð, sem frumvarpinu fylgdi, er sérstaklega vísað t.il
samkomulags, er Viðskiptaráðuneytið gerði við tiltekin viðskipta-
samtök á árinu 1975, sem einkum var „ætlað að taka til vara eins
og húsgagna, heimilistækja og annarra rafmagnsvara, teppa, úra og
skartgripa", en tekið er þar fram, að samkomulagið hafi ekki tekið
til bifreiða. Og víst er, að dráttarvélar eru þar ekki nefndar! Það, sem
hér var sagt, gæti vissulega bent til þess, að ekki væri öruggt að
leggja annan skilning í ákvæði 29. gr. en þann, að hún taki einungis
til ábyrgðartímans og jafnvel einnig til tiltekinna muna eða vöru. Þá
131