Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 52
eftir ótvíræðum orðum yfirlýsingarinnar. — Fallast ber á það með áfrýjanda, að stefnda beri að greiða hinn umdeilda kostnað, ef beitt er bótaákvæðum laga nr. 39/1922 en ekki ábyrgðaryfirlýsingunni. — f héraðsdómi kemur fram vafi um það, hvernig skýra beri 29. gr. laga nr. 56/1978. Almennar reglur um skýringu undantekningarákvæða og ýmis lögskýringargögn eru í dóminum talin benda til þess, að rétt sé að beita þröngri skýringu. — Þess er að gæta, að orðalag þessa ákvæðis gefur ekki tilefni til verulegs vafa í máli því, sem hér er til úrlausnar. Orðalagið felur í sér að meta verður, hvort ábyrgðaryfir- lýsing stefnda sé með þeim hætti, að réttur áfrýjanda yrði betri, ef beitt væri almennum reglum, en hann er samkvæmt yfirlýsingunni. Er ekki ástæða til að víkja frá orðum lagaákvæðisins á grundvelli áður- greindra lögskýringarsjónarmiða og gagna. — Þegar ábyrgðarskil- málarnir eru virtir í heild er ljóst að þeir veita kaupanda ekki betri rétt en hann á gagnvart seljanda samkvæmt reglum laga nr. 39/1922. Ákvæði 29. gr. laga nr. 56/1978 eru í samræmi við almenn viðhorf um lagavernd kaupanda og neytendavernd, svo og það viðhorf, sem mark- ar samningsrétt hér á landi eftir breytingu þá á lögum nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem gerð var með 6. gr. laga nr. 11/1986. Samkvæmt þessu ber að líta svo á, að hið um- deilda ákvæði í ábyrgðaryfirlýsingunni, sem stefnda gaf út í janúar 1984, sé ógilt gagnvart áfrýjanda. — Byggja verður á þeirri skýrslu áfrýjanda, sem ekki hefur verið hnekkt, að menn sem störfuðu á veg- um hins stefnda félags, hafi ákveðið að við dráttarvélina yrði gert í Reykjavík. Ber að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda þá fjárhæð, sem hann krefst í aðalkröfu sinni, ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir ... “ Það vekur þegar athygli, er þessi dómur Hæstaréttar er virtur, að einungis þrír dómarar sátu þar í dómi, sem fremur en ekki gefur til kynna, að málsefni eða álitaefni þau, er við var að fást, hafi ekki þótt svo miklu varða, að réttlætti fimm manna dóm. Því verður að vísu elcki neitað, að málsupphæðin var lág, en þegar þess er gætt, að þetta er hinn fyrsti dómur, sem varðar skýringu lagaákvæðis, er að sumra mati hefur þótt vandskýrt en getur varðað miklu fyrir réttarstöðu neytenda, virðist sem ekki hefði verið í of mikið ráðist þótt fleiri sætu í dómi en raun ber vitni. Niðurstaða dómsins skiptir þó auðvitað meira máli en það formsatriði, sem hér var nefnt. I héraðsdómi var á því byggt, sem fyrr segir, að rök leiddu til þess, að skýra bæri ákvæði 29. gr. þröngt, þ.e. að ekki væru efni til að leggja víðtækari skilning í ákvæðið en beinlínis kæmi fram af þeim lög- 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.