Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 59
HVAÐ ER LAGANEMUM KENNT UM STÖRFLÖGMANNA? Ágæti ritstjóri. Björn Þ. GuSmundsson prófessor veltir þv( fyrir sér I tímaritinu (4. hefti desember 1988, bls. 266—269), fyrir hverja dómarar eigi að semja dóma, og er tilefnið forvitnileg greinarskrif þeirra Hjördísar Hákonardóttur og Þórs Vilhjálmssonar ( Skírni vor og haust 1988. Björn víkur málinu að málflutn- ingsmönnum, og telur hann að aðilar þeir sem málflutningsmenn flytja mál fyrir botni litið í greinargerð og málflutningsræðu lögmanns síns án útskýr- inga. Síðan segir Björn: „Leggja lögmenn það á sig að gefa slíkar útskýringar? Varla. Ég hef jafnvel grun um að oft beiti þeir einmitt lögfræðinni fyrir sig til þess að gera sig mikilvægari í augum skjólstæðinga sinna.“ Þessi staðhæfing prófessorsins vakti mig til umhugsunar um það, hvað það kynni að vera, sem laganemum er kennt um hugsanleg framtíðarstörf á sviði lögfræði og á hvaða þekkingu slík kennsla er byggð? Líklegast er að ekki sé haldgóðar upplýsingar um störf lögmanna að finna meðal fræði- manna í lagadeildinni, og benda orð Björns til þess. Það er að sjálfsögðu eitt af aðalstörfum lögmanna að skýra bæði efnisrétt og réttarreglur fyrir þeim sem þeir starfa fyrir, og á það bæði við um svið einkamála og opin- berra mála. Lögmenn ræða kröfugerð og málsástæður ítarlega við viðskipta- menn sína á sviði einkamála áður en mál er höfðað eða greinargerð skrifuð varnarmegin. Þá skiptir mestu að viðskiptamaðurinn skilji inntak kröfu- gerðarinnar og þær röksemdir sem lögmaðurinn hyggst leggja fyrir dóm- stólinn. Lögmaðurinn hættir sjaldnast fyrr en honum er Ijóst, að viðskipta- maðurinn hefur skilið kröfugerðina og málsástæðurnar. Sama gildir að sjálf- sögðu um réttarfarslegar ráðstafanir. Sakborningar í opinberum málum skilja nánast ekkert af þv( sem dómarinn segir við þá um réttarstöðu þeirra og réttarfarsreglur yfirleitt, og gerir verjandinn skjólstæðingum sínum grein fyrir efni þessara reglna þannig að skiljanlegt sé. Enda þótt ég hafi nokkrar áhyggjur af því, að laganemar fái litla sem enga fræðslu um starf málflutningsmannsins í lagadeildinni, þá er að sjálf- sögðu ekki við prófessorinn að sakast. Prófessorarnir hafa ekki fengist við lögmannsstörf, heldur störf á öðrum lögfræðisviðum. Ég minnist ekki í augnablikinu annars prófessors með lögmannsreynslu en kennara míns ( réttarfari, Theodórs B. Líndal, en hann var hinn hreinræktaði málflutnings- maður par excellence. Ætla má að hollt sé fyrir laganema að fá nokkra fræðslu um störf á lög- fræðisviði meðan þeir eru í lagadeild. Mér dettur í hug að lagadeildin gæti leitað til Lögmannafélags íslands um samstarf og þessir aðilar í sameiningu skipulagt fræðslu á þessu sviði. Ragnar A3alsteinsson 137

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.