Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 47
G hafði rekið minkabú í Kópavogi. Á árinu 1947 lét hann gera
teikningu að sundmarðahúsi, og lýsti loðdýraráðunautur ríkisins
því, að hið fyrirhugaða hús yrði viðurkennt „sem lögmæt varsla
á minkabúi". G reisti húsin ásamt tilheyrandi búrum og tækjum.
Vegna ákvæða laga nr. 32/1951 um bann við sundmarðaeldi varð
G að hætta rekstri búsins, og af því tilefni höfðaði hann mál á
hendur ríkissjóði til greiðslu bóta vegna eigna- og atvinnutjóns.
1 dómi Hæstaréttar segir að G hafi reist sundmarðahús sín og
aflað tækja til sundmarðaeldis í réttmætu trausti þess, að hon-
um yrði að lögum veitt heimild til að reka sundmarðabú. Bann
það, sem með lögum nr. 32/1951 vai’ lagt við sundmarðaeldi hér
á landi, hafi leitt til þess, að nefnd hús og tæki hafi orðið ónot-
hæf eign. Var krafa G um bætur fyrir eignirnar tekin til greina.
Hins vegar var sýknað um bætur vegna atvinnutjóns og þar vísað
til þess að sundmarðaeldi hefði verið bannað hér á landi sökum
hættu þeirrar og spjalla, er sundmerðir, er úr haldi sleppa, valda.
Þá er og hugsanlegt að jafnræði manna sé raskað svo með reglum
um slíka stjórnun og framkvæmd að komið sé út fyrir almennar tak-
markanir. Það mætti tína til ýmis tilvik, þar sem spurningar af þessu
tagi vakna, og vonandi gefst tækifæri hér á eftir til að ræða um slík
álitaefni.
Við megum heldur ekki gleyma því, að við erum hér að fjalla um
mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og þær grundvallarreglur sem
gilda um athafna- og atvinnufrelsi manna. Það er því full ástæða til
að hugleiða, hvort þörf sé breytinga á ákvæðum stjórnarskrárinnar til
að tryggja betur vernd þessara réttinda og hvaða leikreglum löggjafar-
valdið þurfi að fylgja í því efni. Það skal nefnt, að í tillögum stjórnar-
skrámefndar, sem lagðar voru fram á árinu 1983, var ekki lagt til að
gerð yrði breyting á orðalagi núverandi 67. og 69. gr. stjórnarskrár-
innar.
Við samantekt á erindinu var stuðst við eftirtalin rit:
Andersen, Poul: Nœringsretlen i hovedtrœk, 3. útg., Khöfn 1944.
Andenæs, Johs.: Statsforfatnmgen i Norge, 6. útg., Osló 1986.
Fleischer, Carl August: Grunnlovens grenser, Osló 1968.
Gaukur Jörundsson: Um eignarnám, Rvík 1969.
— Stjórnskipuleg vernd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnufrelsis. Úlfljótur 1968, 3. tbl.
Ólafur Jóhannesson. Stjórnskipun íslands, Rvík 1978.
Skovgaard, Henning: Offentlige myndigheders erstatningsansvar, Khöfn 1983.
Þorkell Jóhannesson: Alþingi og atvinnumálin, Rvík 1948.
Zahle, Henrik: Dansk forfatningsret 5, Menneskerettigheder, Khöfn 1987.
0rebech, Peter: Konsesjoner i fisket, Osló 1982.
125