Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 32
frelsi manna. Nýir aðilar geti ekki hafið útgerð eða hefðbundinn land- búnað nema með því að fá eignarhald eða yfirráð yfir einhverju þeirra framleiðslutækja, sem þegar hafi framleiðsluréttindi. Sjávarútvegur og landbúnaður voru lengst af þeir atvinnuvegir hér á landi sem bjuggu við hvað mest frjálsræði varðandi möguleika ein- stakra framleiðenda til að hefja starfsemi og haga henni eftir eigin vild. Sjávarútvegurinn hefur lengi verið vettvangur athafnamanna, sem margir hverjir byrjuðu smátt og byggðu upp öflug atvinnufyrir- tæki með áræðni og dugnaði. Og lengi var það viðkvæði hjá bændum að einn helsti kostur við búskapinn væri það frjálsræði, sem hann veitti þeim. En aðstæður hafa breyst verulega. Lagasetning og fyrirmæli stjórnvalda marka nú þann ramma, sem hverjum einstökum framleið- anda er settur. Þessar breytingar hafa vissulega verið umdeildar og mikið ræddar. Ýmis lögfræðileg álitaefni hafa og risið vegna þessarar lagasetningar og framkvæmdar á reglum, sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Spurt hefur verið hvort hér sé ekki gengið lengra í að skerða atvinnufrelsi og eignarréttindi einstaklinga en samrýmst geti Stjórnarskrá íslands. Lögfræðilegu álitaefnin eru jafnt á sviði einkaréttar sem alls- herjarréttar, svo sem stjórnarfarsréttar. Hér er vitanlega ekki unnt að fjalla um nema lítið brot af þessum álitaefnum og ég mun fyrst og fremst fjalla um þessi málefni í ljósi ákvæða stj órnarskrár- innar, og þá einkum eignarnámsákvæðis hennar í 67. gr. og 69. gr. um atvinnufrelsi. Þessum orðum mínum er ætlað að vera inngangur að umræðum um þessi mál hér á fundinum, og ég hef því valið að Tryggvi Gunnarsson lauk lagaprófi vorið 1982. Kandidatsritgerð hans fjallaði um tilgang og gildissvið jarðalaga nr. 65/1976. Hann starfaði i landbúnaðarráðuneytinu þar til í nóvember 1984 og var aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá desember 1984 til ágúst 1986. Veturinn ’86 til ’87 var hann við framhaldsnám í eignarétti við Oslóarháskóla. Frá 1. september 1987 til 14. mars 1988 starfaði hann sem fulltrúi sérstaks ríkissaksóknara f Hafskipsmálum. Frá 15. mars til 31. desember 1988 var hann settur borgar- dómari í Reykjavfk, og frá 1. janúar 1989 hefur hann gegnt starfi aðstoðarmanns umboðs- manns Alþingis. Hann hefur verið stundakenn- ari í fjármunarétti í lagadeild H.í. 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.