Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 38
gerð er ráðherra setur. Þetta ákvæði um svæðaskiptingu var nýmæli. 4. Þá er í fjórða lagi áfram heimilt að leggja gjald á innflutt kjarn- fóður. Á grundvelli a liðar 30. gr. búvörulaga hefur ríkisstjórnin þrívegis gert samning við Stéttarsamband bænda um verðábyrgð á mjólk og sauðfjárafurðum, og eru nú í gildi samningar til 31. ágúst 1992, þ.e. til loka þess tíma, sem búvörulögin heimila greiðslu á útflutningsbót- um, sbr. lög nr. 2/1987 um breytingu á lögum nr. 46/1985. Frá því að búvörulögin voru sett 1985 hafa verið gefnar út nokkrar reglugerð- ir um framleiðslustjórnunina, og hefur gildistími þeirra yfirleitt fallið saman við verðlagsár landbúnaðarins, en það er tímabilið frá 1. sept- ember til 31. ágúst árið eftir. Reglur um framleiðslustjórnunina hafa á þessum tíma verið með nokkuð mismunandi hætti, og eru ekki tök á að rekja þær í einstökum atriðum, en eins og nánar verður lýst síð- ar þá var í þeim reglugerðum, sem settar voru um stjórnun á mjólkur- og sauðfjárframleiðslu eftir setningu búvörulaganna, nánast horfið frá því að nota búmarkið sem grundvöll fyrir því afurðamagni, er hver einstakur framleiðandi fær fullt verð fyrir. Hins vegar var strax á verðlagsárinu 1985—1986 tekinn upp sá háttur við stjórnun mjólkur- framleiðslunnar að skipta landinu í svokölluð búmarkssvæði, sem í upp- hafi voru 25, en hefur nú verið fjölgað í 26. Frá og með næsta verð- lagsári var stjórnun sauðfjárframleiðslunnar einnig byggð á skiptingu landsins í búmarkssvæði. í stuttu máli má lýsa núverandi framleiðslustjórnun í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, þegar sleppir innheimtu gjalds af kjarnfóðri, þannig: 1 samningi ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda er samið um að ríkið ábyrgist framleiðendum fullt grundvallarverð skv. ákvörð- un verðlagsnefndar fyrir tiltekið magn mjólkur og sauðfjárafui’ða, þ.e. kjöt, slátur og gæi'ur, á hverju verðlagsári. Hinu umsamda magni er síðan skipt í tveimur áföngum, fyrst á rnilli einstakra búmarkssvæða en síðan milli framleiðenda þessara búvara innan hvers búmai-kssvæðis. Við skiptingu milli búmai-kssvæða gilti sú meginregla í upphafi, að því magni, sem vei’ðábyrgð ríkisins tók til, var skipt milli svæðanna í hlutfalli við samanlagt búmark allra framleiðenda í viðkomandi fram- leiðslugrein á hverju svæði hinn 1. ágúst 1986 og jafnfi’amt tekið til- lit til þess, hversu mikil framleiðsla hafði orðið á viðkomandi svæði innan búmarks á tilteknu árabili. Það má því segja, að við þá breyt- 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.