Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 38
gerð er ráðherra setur. Þetta ákvæði um svæðaskiptingu var nýmæli. 4. Þá er í fjórða lagi áfram heimilt að leggja gjald á innflutt kjarn- fóður. Á grundvelli a liðar 30. gr. búvörulaga hefur ríkisstjórnin þrívegis gert samning við Stéttarsamband bænda um verðábyrgð á mjólk og sauðfjárafurðum, og eru nú í gildi samningar til 31. ágúst 1992, þ.e. til loka þess tíma, sem búvörulögin heimila greiðslu á útflutningsbót- um, sbr. lög nr. 2/1987 um breytingu á lögum nr. 46/1985. Frá því að búvörulögin voru sett 1985 hafa verið gefnar út nokkrar reglugerð- ir um framleiðslustjórnunina, og hefur gildistími þeirra yfirleitt fallið saman við verðlagsár landbúnaðarins, en það er tímabilið frá 1. sept- ember til 31. ágúst árið eftir. Reglur um framleiðslustjórnunina hafa á þessum tíma verið með nokkuð mismunandi hætti, og eru ekki tök á að rekja þær í einstökum atriðum, en eins og nánar verður lýst síð- ar þá var í þeim reglugerðum, sem settar voru um stjórnun á mjólkur- og sauðfjárframleiðslu eftir setningu búvörulaganna, nánast horfið frá því að nota búmarkið sem grundvöll fyrir því afurðamagni, er hver einstakur framleiðandi fær fullt verð fyrir. Hins vegar var strax á verðlagsárinu 1985—1986 tekinn upp sá háttur við stjórnun mjólkur- framleiðslunnar að skipta landinu í svokölluð búmarkssvæði, sem í upp- hafi voru 25, en hefur nú verið fjölgað í 26. Frá og með næsta verð- lagsári var stjórnun sauðfjárframleiðslunnar einnig byggð á skiptingu landsins í búmarkssvæði. í stuttu máli má lýsa núverandi framleiðslustjórnun í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, þegar sleppir innheimtu gjalds af kjarnfóðri, þannig: 1 samningi ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda er samið um að ríkið ábyrgist framleiðendum fullt grundvallarverð skv. ákvörð- un verðlagsnefndar fyrir tiltekið magn mjólkur og sauðfjárafui’ða, þ.e. kjöt, slátur og gæi'ur, á hverju verðlagsári. Hinu umsamda magni er síðan skipt í tveimur áföngum, fyrst á rnilli einstakra búmarkssvæða en síðan milli framleiðenda þessara búvara innan hvers búmai-kssvæðis. Við skiptingu milli búmai-kssvæða gilti sú meginregla í upphafi, að því magni, sem vei’ðábyrgð ríkisins tók til, var skipt milli svæðanna í hlutfalli við samanlagt búmark allra framleiðenda í viðkomandi fram- leiðslugrein á hverju svæði hinn 1. ágúst 1986 og jafnfi’amt tekið til- lit til þess, hversu mikil framleiðsla hafði orðið á viðkomandi svæði innan búmarks á tilteknu árabili. Það má því segja, að við þá breyt- 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.