Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 50
verkstæðis og’ vélareiganda um bilunina verið sendar skriflega aðal- umboði. — Flutnings- og ferðakostnaður innanlands vegna vélar, vélar- hluta eða viðgerðarmanna, er undanþeginn greiðsluskyldu. — Viðvíkj- andi hjólbörðum, slöngum, vökvaþrýstislöngum og rafgeymum, tak- markast ábyrgðin við mat framleiðanda eða umboðsmanns hans hér á landi. — önnur ábyrgð er ekki veitt né bætur greiddar vegna vinnu- taps eða annarra afleiðinga af vélarbilun. — Ábyrgð þessi nær ekki til bilana er verða vegna eðlilegs slits, misnotkunar, vanhirðingar eða vanrækslu gagnvart bilun á byrjunarstigi, né rofinna verksmiðjuinn- sigla. — Bætur vegna bilana eru háðar því skilyrði, að bilun hafi verið tilkynnt aðalumboðsmanni tafarlaust er hennar varð fyrst vart, og að farið hafi verið í öllu eftir fyrirmælum hans um athugun og við- gerð. — Aðalumboðsmaður f.h. framleiðanda áskilur sér rétt til tækni- legra breytinga og endurbóta á einstökum vélum án skuldbindinga um hliðstæðar aðgerðir á öðrum vélum. — Ábyrgð þessi gildir gagnvart fyrsta kaupanda. Við endursölu fellur ábyrgðin niður, nema gefið sé út nýtt ábyrgðarskírteini á nafn hins nýja eiganda.“ Þegar nú heyskapur stóð sem hæst um mitt sumar 1984, bilaði dráttarvélin og hafði þá H samband við 1 hf., þar sem vélin var í ábyrgð skv. framansögðu. Starfsmaður í hf. taldi, að viðamikla við- gerð þyrfti að gera og því nauðsynlegt að komið yrði með vélina til Reykjavíkur. Við skoðun kom í ljós, að brotnað hafði úr tannhjóli. Nauðsynlegir varahlutir voru ekki til hjá 1 hf. og var gert við vélina til bráðabirgða, en forráðamenn fyrirtækisins tóku fram, að þessi viðgerð væri að öllu leyti á þeirra ábyrgð. H krafðist þess hins vegar að fá aðra og ógallaða vél. 1 hf. synjaði þeirri ósk og framkvæmdi viðgerðina, sem fyrr segir. Þegar varahlutirnir voru komnir til í hf., sendi H dráttarvélina aftur til þess fyrirtækis, þar sem endanleg við- gerð var framkvæmd. Bóndinn bjó í 200 km fjarlægð frá Reykjavík, og var töluverður kostnaður því samfara að flytja vélina til Reykja- víkur. Með vísun til ákvæðis í fyrrnefndu ábyrgðarskírteini neitaði 1 hf. að greiða flutningskostnað vegna viðgerðar, en framkvæmdi hins vegar sjálfa viðgerðina á vélinni bóndanum að kostnaðarlausu. H sætti sig ekki við þessar lyktir á uppgjöri vegna viðgerðarinnar og stefndi hann því 1 hf. til endurgreiðslu umrædds flutningskostnaðar. 1 héraði urðu málalok þau, að þessari kröfu H var hafnað. 1 forsend- um dómsins er m.a. vitnað í fyrrnefnt ákvæði ábyrgðarskírteinisins, þar sem segir: „Flutnings- og ferðakostnaður innanlands vegna vél- ar, varahluta eða viðgerðarmanna, er undanþeginn greiðsluskyldu.“ Síðan segir m.a. í dóminum, orðrétt: „Af hálfu stefnanda er á því 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.