Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 4
um að starfskjörum þeirra væri verulega áfátt. Til dæmis um þau má taka
að byrjunarlaun dómarafulltrúa fyrir verkfall voru um kr. 55.000 á mánuði.
Sllk sultarlaun verða auðvitað ekki fegruð með því að sýna fram á að ein-
hverjir hafi enn minna.
Minna má á að þær prósentuhækkanir launa, sem kveðið er á um í kjara-
samningnum nýja, þýða í raun kjararýrnun — ef ekki kemur fleira til — þar
sem ekki eru minnstu llkur til að þær haldi I við verðbólgu. Gildi samningsins
felst fyrst og fremst I þeim fyrirheitum sem þar eru gefin um endurskoðun
launakerfis háskólamanna hjá ríkinu, en markmið hennar skal vera að þeir
njóti sambærilegra kjara og háskólamenntaðir menn á almennum vinnu-
markaði. Enginn veit nú með vissu hvort eða hversu vel þessi fyrirheit verða
efnd, en af því ræðst hvort friður helst milli rlkis og háskólagenginna starfs-
manna þess.
Dómarafulltrúar annast verulegan hluta af dómsathöfnum við dómstóla lands-
ins. Þetta á einkum við um þinglýsingadóm, skiptarétt, fágetarétt og uppboðs-
rétt, en að nokkru leyti einnig um sakadóm og almenna dómstólinn. Verk-
efnum dómstólanna hefur mjög fjölgað á undanförnum árum og vinnuálag
starfsfólks við þá hefur þyngst til muna. Mæðir þar einna helst á dómara-
fulltrúum, því að yfirleitt eru þeir settir til að vinna hinar hversdagslegu að-
kallandi dómsathafnir sem ekki mega bíða, svo sem að þinglýsa skjölum,
kveða upp gjaldþrotsúrskurði og halda skiptafundi og bjóða upp eignir.
Engan þarf að undra að lögfræðingar í þessum störfum eru sárgramir. Þeir
hafa lagt að baki langa og stranga skólagöngu, vinna erilsöm og vandasöm
störf fyrir lág laun.
Óhjákvæmilegt er að menn velti því fyrir sér hvaða áhrif þessi bágu kjör
lögfræðinga, sem hér hefur verið lýst, hafa á starfsemi dómstólanna. Út í þá
sálma er ekki rúm til að fara hér. Aðeins skal minnt á tvennt: Líklegt er að
bág kjör valdi þvf að vel hæft fólk fáist síður en ella til starfa við dómstólana,
eða að það leiti fremur en ella burt í önnur störf, þegar það hefur aflað sér
málflutningsréttinda með þriggja ára starfstlma. í annan stað leiðir af þessu
og þungu vinnuálagi að dómsathafnir verða ekki svo vandlega unnar sem
vera bæri.
Hér hefur verið staldrað við störf dómarafulltrúa. Það er ekki vegna þess
að þau séu merkilegeri eða vandasamari en störf annarra lögfræðinga í ríkis-
þjónustu, heldur eingöngu vegna þess, að sá sem þetta ritar hefur af þeim
nokkur kynni og hyggur, að umræða um þau geti varpað Ijósi á kjör lög-
fræðinga hjá ríkinu yfirleitt og reyndar margra annarra háskólamanna I opin-
berri þjónustu. Þessu fólki finnst að það hafi ekki hlotið og hljóti ekki enn
eðlilega umbun í starfskjörum með tilliti til ábyrgðar, sérhæfni og menntunar.
Kjarasamningurinn nýi bætir að svo stöddu ekki úr þessu, en hann gefur
vonir um viðunandi kjör, ef samningsaðiljar verða samstiga um framkvæmd
hans.
Finnur Torfi Hjörleifsson
82