Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 11
fyrr en með aukinni þróun og reynslu í lyfjafræði og lækna- vísindum. (5) Hættuleg aukaáhrif (systemfejl) eru hættueiginleikar, sem vitað er um, en eru óumflýjanlegir. Oft er hættu ekki fyrir að fara, nema í undantekningartilvikum, t.d. hjá einstaklingum, sem hafa ofnæmi fyrir fúkalyfjum. f öðrum tilvikum er hættan almenn, en þykir svo hverfandi miðað við gagnsemi hlutarins, að fáum dettur í hug að hætta að nota hann. Þessi hefðbundna flokkaskipan miðast mjög við orsakir, sem koma til á framleiðslustigi (um ófullnægjandi leiðbeiningar getur þó einnig verið að ræða á síðari stigum, t.d. er smásali endurselur vöru, sem hann hefur keypt hjá framleiðanda). Að sjálfsögðu má oft rekja hættu- lega eiginleika til atvika, sem upp koma eftir að hlutur er kominn úr vörslu framleiðanda, t.d. mistök við afgreiðslu (bensín sett á dísilvél), mistök, sem valda mengun vöru, sem upphaflega var hættulaus o.s.fiT. f slíkum tilfellum koma upp svipuð álitaefni. Varast ber að taka ofangreinda flokkun bókstaflega. Hún sýnir ákveðna höfuðdrætti, en stundum eru mörk flokka óljós. Auk þess má deila um, hvort flokkunin komi að gagni, þegar leysa skal úr spurningunni um bótaskyldu í einstökum ágreiningsmálum. 3. GRUNDVÖLLUR BÓTASKYLDU Ljóst er, að sök leiðir til bótaskyldu hér sem endranær. Ef hættulegir eiginleikar verða raktir til sakar, stofnast ábyrgð eftir sakarreglunni og eftir atvikum reglunni um vinnuveitandaábyrgð. f íslenskum hæsta- réttardómum um þetta efni hafa úrslit yfirleitt ráðist af svai’i við spurningunni um sök, sbr. t.d. H 1939, 524 (seljandi bílábreiðu átti ekki sök), H 1957, 674 (maður brenndist af straumi úr raflampa) og H 1971, 560 (endurvinna þurfti verk í nýbyggingu vegna þess að notað hafði verið óhæft þéttiefni sökum mistaka starfsmanns seljanda efnisins). í annan stað getur ábyi’gð samkvæmt sérstöku loforði eða hegðun, sem jafngildir loforði (garanti), orðið grundvöllur bótaábyi’gðar, sbr. H 1941, 167. Framleiðandi eða seljandi ber (hlutlæga) ábyrgð á tjóni, sem rakið verður til hættulegra eiginleika, sem hann hefur ábyrgst að ekki væru fyrir hendi. Hér getur samningur skipt sköpum um, hvort skaðabótaréttur stofnast. 89

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.