Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 11
fyrr en með aukinni þróun og reynslu í lyfjafræði og lækna- vísindum. (5) Hættuleg aukaáhrif (systemfejl) eru hættueiginleikar, sem vitað er um, en eru óumflýjanlegir. Oft er hættu ekki fyrir að fara, nema í undantekningartilvikum, t.d. hjá einstaklingum, sem hafa ofnæmi fyrir fúkalyfjum. f öðrum tilvikum er hættan almenn, en þykir svo hverfandi miðað við gagnsemi hlutarins, að fáum dettur í hug að hætta að nota hann. Þessi hefðbundna flokkaskipan miðast mjög við orsakir, sem koma til á framleiðslustigi (um ófullnægjandi leiðbeiningar getur þó einnig verið að ræða á síðari stigum, t.d. er smásali endurselur vöru, sem hann hefur keypt hjá framleiðanda). Að sjálfsögðu má oft rekja hættu- lega eiginleika til atvika, sem upp koma eftir að hlutur er kominn úr vörslu framleiðanda, t.d. mistök við afgreiðslu (bensín sett á dísilvél), mistök, sem valda mengun vöru, sem upphaflega var hættulaus o.s.fiT. f slíkum tilfellum koma upp svipuð álitaefni. Varast ber að taka ofangreinda flokkun bókstaflega. Hún sýnir ákveðna höfuðdrætti, en stundum eru mörk flokka óljós. Auk þess má deila um, hvort flokkunin komi að gagni, þegar leysa skal úr spurningunni um bótaskyldu í einstökum ágreiningsmálum. 3. GRUNDVÖLLUR BÓTASKYLDU Ljóst er, að sök leiðir til bótaskyldu hér sem endranær. Ef hættulegir eiginleikar verða raktir til sakar, stofnast ábyrgð eftir sakarreglunni og eftir atvikum reglunni um vinnuveitandaábyrgð. f íslenskum hæsta- réttardómum um þetta efni hafa úrslit yfirleitt ráðist af svai’i við spurningunni um sök, sbr. t.d. H 1939, 524 (seljandi bílábreiðu átti ekki sök), H 1957, 674 (maður brenndist af straumi úr raflampa) og H 1971, 560 (endurvinna þurfti verk í nýbyggingu vegna þess að notað hafði verið óhæft þéttiefni sökum mistaka starfsmanns seljanda efnisins). í annan stað getur ábyi’gð samkvæmt sérstöku loforði eða hegðun, sem jafngildir loforði (garanti), orðið grundvöllur bótaábyi’gðar, sbr. H 1941, 167. Framleiðandi eða seljandi ber (hlutlæga) ábyrgð á tjóni, sem rakið verður til hættulegra eiginleika, sem hann hefur ábyrgst að ekki væru fyrir hendi. Hér getur samningur skipt sköpum um, hvort skaðabótaréttur stofnast. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.