Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 26
lögum um barnafræðslu og síðar grunnskóla hefur um áratuga skeið tekist að veita öllum þegnum á tilteknum aldri jafnan rétt til skóla- göngu án tillits til efnahags þeirra. Engin ástæða er til að ætla, að ekki sé unnt að tryggja önnur réttindi af annarri kynslóð, enda sé pólitískur vilji fyrir hendi. Margir talsmenn borgaralegra og pólitískra mannréttinda hafa haft tilhneigingu til að líta á aðra kynslóð mannréttinda sem annaðhvort óþörf mannréttindi eða a.m.k. óæðri mannréttindi. Einkum á þetta við um þá talsmenn þeirra skoðana, að séu pólitísku réttindin tryggð, þá leiði það sjálfkrafa til þess, að efnahagslegu, félagslegu og menn- ingarlegu réttindin séu tryggð án nokkurra aðgerða af hálfu ríkis- valdsins. Þetta er andhverfa skoðana sósíalista þess efnis, að hin borgaralegu og pólitísku réttindi séu sjálfkrafa tryggð án frekari aðgerða, ef efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi séu tryggð í stjómarskrá og framkvæmd. Framangreindar hugleiðingar um flokkun mannréttinda, svo og kenn- ingar um mismunandi rétthæð þeirra, leiða hugann að því, hvort hin hefðbundnu borgaralegu og pólitísku mannréttindi, sem vemdar njóta samkvæmt stjórnarskrá okkar og öðrum sambærilegum stjórnarskrám, teljist misrétthá. Ameríski heimspekingurinn Alexander Meiklejohn hefur í bók sinni Political Freedom — The Constitutional Powers of the People — (New York 1965) gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að ameríska stjórnarskráin veiti tvenns konar frelsisréttindum vemd sína. Telur hann að ríkisvaldið geti takmarkað sum hinna stjórnar- skrárvernduðu réttinda, en önnur ekki. Dæmi um síðari flokkinn telur hann vera trúarbragðafrelsi, en um hinn fyrri eignarrétt. Hann segir að það sé viðurkennt að öllum mönnum sé veitt frelsi til eignar og ráð- stöfunar eignar. Jafnframt séu menn sammála um að ríkisvaldinu sé heimilt að taka það af tekjum manna sem það telur nauðsynlegt til að sjá fyrir almennri velferð. Frelsið til að eiga og til að nota eign sé þannig takmarkað frelsi, sé það borið saman við trúarbragðafrelsi. Frelsi til að eiga sé skerðanlegt, og stjórnarskráin heimili slíka skerð- ingu. Stjórnarskráin krefjist þess aðeins, að farið sé að settum regl- um við slíka skerðingu og almannaþörf réttlæti skerðinguna. Þá gagn- rýnir Meiklejohn að rætt skuli um trúarbragðafrelsi og eignafrelsi eins og inntak orðsins „frelsi“ sé það sama í báðum tilvikum. Vegna þessa ruglings eigi menn það sífellt á hættu að sýna eignum manns sömu virðingu og manninum sjálfum. Ekki virðast í fljótu bragði vera forsendur fyrir því að flokka mann- réttindi eftir mismunandi rétthæð þeirra samkvæmt íslenskum stjórnar- 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.