Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 13
jafnvægi milli hagsmuna tjónþola og tjónvalds, t.d. sakarlíkindareglu
eða rýmkaðri sakarreglu.
Lítið liggur fyrir um afstöðu íslenskra dómstóla til víðtækrar ábyrgð-
ar á þessu sviði. Dómar um hlutlæga ábyrgð vinnuveitanda á vinnu-
slysum vegna bilunar eða galla véla og tækja benda til þess, að slíkri
bótareglu yrði beitt um sambærileg tilvik á öðrum sviðum, ekki síst
um ábyrgð framleiðanda og eftir atvikum einnig seljanda.3
Aðaldómurinn um þetta efni er þó H 1974, 977. Málsatvik voru þau,
að afgreiðslumaður (26 ára gömul kona) í verslun missti að mestu sjón
á öðru auga, er sódavatnsflaska sprakk skyndilega í versluninni. Sóda-
vatnið var búið til í ölgerð í Reykjavík, en flaskan var frá erlendri
verksmiðju. Var ölgerðin dæmd skaðabótaskyld vegna slyssins með
svofelldum rökstuðningi:
„Einhlít skýring hefur eigi komið fram um orsakir þess, að flaskan
sprakk. Telja verður sannað með matsgerð og vætti matsmanna, sem
eigi er hnekkt af hálfu aðaláfrýjanda með yfirmatsgerð eða öðrum sér-
fræðilegum gögnum, að á flöskunni hafi verið „veikur punktur“, er
valdið hafi hættu á, að flaskan spryngi við 20—25 stiga hita. Sóda-
vatn er framleitt til sölu á almennum markaði og selt í ýmsum versl-
unum með misjafnri aðstöðu til geymslu. Viðurkennt er, að verslun sú,
sem gagnáfrýjandi starfaði í, er slysið varð, keypti sódavatnsflöskuna
frá aðaláfrýjanda, að öllum líkindum hinn 5. janúar 1968, og að aðal-
áfrýjandi hafi eigi látið gagnáfrýjanda [tjónþola] í té leiðbeiningar
um þá hættu, sem því væri samfara að geyma flösku þessa í vistar-
verum, þar sem hiti yrði slíkur sem að framan greinir. Gera verður
ríkar kröfur til þeirra, sem framleiða neysluvarning til sölu á almenn-
um markaði, um, að varningur og umbúðir um hann séu svo úr garði
gert, að af venjulegri meðferð varningsins stafi eigi hætta fyrir þá,
sem meðhöndla hann eða eru í námunda við hann. Ekki er leitt í ljós,
að tjón gagnáfrýjanda stafi af annarri orsök en þeirri, sem matsmenn
telja líklegasta. Eigi er heldur sýnt fram á, að orsökin sé óhæfileg
geymsla eða meðferð flöskunnar í verslun þeirri, sem gagnáfrýjandi
starfaði í, er slysið varð, né að slys verði rakið til hegðunar gagn-
áfrýjanda. Með vísan til þessa og til raka héraðsdóms, sem skipaður
var sérfróðum samdómsmönnum, þykir bera að staðfesta þá niður-
stöðu hans, að aðaláfrýjandi beri fulla fébótaábyrgð á slysi gagn-
áfrýjanda, enda þykir gagnáfrýj andi eiga beinan bótarétt á hendur
aðaláfrýjanda, eins og hér stendur á.“
3 Sjá Arnljótur Bjömsson, 174 o.áfr., einkum 176—181.
91