Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 35
III. LAGAREGLUR UM STJÓRNUN BÚVÖRU-
FRAMLEIÐSLUNNAR.
Allt fram á þennan áratug voru engar takmarkanir af hálfu stjórn-
valda á því hvað hver bóndi framleiddi mikið af einstökum tegundum
búvara. Með afurðasölulögunum frá 1934 og síðar lögum um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, fyrst 1947, var tekin upp opinber verðskrán-
ing á helstu búvörum og jafnframt voru lögleiddar heimildir til inn-
heimtu á verðjöfnunargjöldum, sem ætlað var að jafna afurðaverð til
bænda. Þá er rétt að minna á að með lögum frá 1959 var bændum
bannað að mæta halla á söluverði landbúnaðarvara á erlendum mörk-
uðum með því að hækka söluverð þeirra innanlands. Jafnframt var
ákveðið, að ríkið legði fram fé til að tryggja greiðslu á þeim halla,
sem bændur kynnu að verða fyrir af útflutningi landbúnaðarvara, en
greiðslan skyldi þó ekki vera hærri en sem svaraði 10% af heildar-
verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar. Þar með var tekin upp greiðsla
á svonefndum útflutningsbótum. Tilkoma þeirra breytti hins vegar
ekki því, að bændur höfðu frjálsræði um, hvað þeir framleiddu, og í
meginatriðum fengu framleiðendur sauðfjárafurða og mjólkur sama
afurðaverð, hvar sem þeir bjuggu á landinu og án tillits til þess, hvað
þeir framleiddu mikið.
Framleiðsla búvara fór vaxandi, en markaðir erlendis jukust ekki
að sama skapi, og það verð, sem þar fékkst fyrir afurðirnar, skilaði
íslenskum bændum æ minna upp í framleiðslukostnað þeirra. Með lög-
um nr. 15/1979 varð veruleg stefnubreyting í landbúnaðarmálum hér á
landi. Vegna breyttra aðstæðna við framleiðslu og sölu búvöru voru lög-
festar heimildir, sem miðuðu að því að draga úr búvöruframleiðslunni
svo að hún hæfði innlendum markaði. I 2. gr. a laga nr. 15/1979 og síð-
ar sömu grein laga nr. 95/1981, sbr. 1. nr. 45/1981, var það sérstæða
ákvæði, að yrði búvöruframleiðsla meiri en þöi'f væri fyrir á innlend-
um markaði, en ekki fengist viðunandi verð fyrir umframframleiðsl-
una á erlendum mörkuðum að mati Framleiðsluráðs, væri landbúnaðar-
ráðherra að fengnum tillögum Framleiðsluráðs og fulltrúafundar Stétt-
arsambands bænda heimilt með reglugerð að grípa til tiltekinna tíma-
bundinna ráðstafana. Með þessum ráðstöfunum var annars vegar heim-
ilað að ákveða mismunandi verð búvöru til framleiðenda, m.a. þannig
að fullt verð yrði greitt fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar en út-
flutningsverð fyrir það sem umfram væri, niðurgreiðslufé yrði skipt
eftir framleiðslumagni og gjald til verðjöfnunar milli framleiðenda
mætti vera mishátt eftir bústærð. Hins vegar var veitt heimild til að
113