Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 36
innheimta svonefnt kjarnfóðurgjald af innfluttu kjamfóðri, og sérstak- ar heimildir voru um niðurfellingu þess gjalds og ráðstöfun tekna af því. Þar með voru komnar í lög heimildir til að ákveða, hvað hver ein- stakur framleiðandi mætti framleiða mikið magn af tiltekinni búvöru gegn fullu verði og mæla fyrir um skert verð fyrir það sem umfram væri. Gat þetta magn verið mismunandi t.d. eftir bústærð og aðstæð- um viðkomandi framleiðanda. Áður hafði inngrip stjórnvalda og sam- taka bænda í stjórnun búvöruframleiðslunnar verið nánast bundið við sauðfjár- og nautgripaafurðir og kartöflur, en stefnumið hinna nýju laga var að unnt væri að hafa stjórn á búvöruframleiðslunni í heild. Á grundvelli þessara lagaheimilda var kjarnfóðurgjald fyrst lagt á árið 1980. Um þá gjaldtöku er fjallað í dómi Hæstaréttar frá 23. des- ember 1985, Hrd. 1985, bls. 1544. Eg mun í þessum inngangi ekki fjalla sérstaklega um þessa gjaldtöku og hlut hennar í stjórnun bú- vöruframleiðslunnar. Það var hins vegar ekki fyrr en á árinu 1983, sem settar voru nán- ari reglur um þá beinu framleiðslustjórnun, sem kveðið var á um í fyrmefndum lögum. Með reglugerð nr. 465/1983 voru settar sérstak- ar reglur um stjórnun á framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkur, og þar varð til hugtak, sem átti eftir að setja mjög svip á umræður um þessi mál næstu misseri, en það var svonefnt búmark. Vegna sam- hengis við núverandi framleiðslustjórnun er rétt að skýra hugtakið nánar og þýðingu þess. Samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar skyldi Fram- leiðsluráð landbúnaðarins reikna út búmark fyrir framleiðslu búvöru í hverri búgrein fyrir sig, en raunin varð sú, að aðeins var reiknað út búmark fyrir sauðfjár- og nautgripaframleiðslu, þ.e. kindakjöt, mjólk og nautakjöt Meginreglan við útreikning búmarks var sú, að miða skyldi við meðaltalsframleiðslu á viðkomandi búi eða hjá framleið- anda árin 1976 til 1978 samkvæmt skattframtölum. Heimilt var, ef sérstakar ástæður voru fyrir hendi, að víkja frá viðmiðunum við skatt- framtöl, og einnig var heimilað að auka við búmark, m.a. vegna mikils fjármagnskostnaðar vegna bygginga á viðkomandi jörð. Á þessum grundvelli fengu þær jarðir, sem haft höfðu sauðfjár- eða nautgripaframleiðslu á viðmiðunarárunum, og einstakir framleiðend- ur, t.d. í þéttbýli, búmark, og skyldi það haft til viðmiðunar, þegar ákveða þyrfti mismunandi verð fyrir búvöru til framleiðenda vegna framleiðslustjórnunar. Við uppgjör afurðaverðs fyrir sauðfjár- og nautgripaafurðir til bænda á árunum 1983 til 1985 var stuðst við búmarkskerfið, og var meginreglan sú að framleiðendur fengu fullt verð fyrir framleiðslu innan búmarks, en skert verð fyrir það, sem 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.