Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 34
reynslu viðkomandi skips á þremur næstu árum þar á undan, svo- nefndum viðmiðunarárum. Kvótakerfið var þó ekki hreint aflakvótakerfi, því heimild var fyr- ir einstök skip að velja svonefnt sóknarmark, þ.e. fiskiskip fékk heim- ild til að stunda botnfiskveiðar í ákveðinn dagafjölda, þó með takmörk- unum á þorskafla og hugsanlega fleiri fisktegundum. Fram til 1986 var þó val milli aflakvóta og sóknarmarks verulegum takmörkunum háð, en á árunum 1986 til 1987 voru þessar heimildir rýmkaðar, en þær hafa aftur verið þrengdar á þessu ári. Aðrar fiskveiðar en botnfisk- veiðar eru ýmist háðar sérstökum leyfum eða ráðherra getur ákveðið að þær skuli vera leyfisbundnar. Hér er ekki tími til þess að ræða sér- staklega hvernig háttað er stjórnun fiskveiða varðandi einstakar fisk- tegundir en aðalatriðið er að nú eru nánast allar fiskveiðar, og þar með nýting fiskiskipa, háðar veiðileyfum og takmörkunum. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 3/1988 um stjórnun fiskveiða 1988—1990 skal sjávarútvegsráðherra, að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofn- unar, ákveða með reglugerð þann afla sem veiða má úr helstu botn- fisktegundum við Island á hverju ári. Þá er ráðherra einnig heimilt að ákveða í reglugerð og veiðileyfum þann afla sem veiða má úr öðrum einstökum stofnum sjávardýra við ísland á ákveðnu tímabili. Þessar ákvarðanir eru svo lagðar til grundvallar við skiptingu heildarafla á milli fiskiskipa, og varðandi veiðiréttindi einstakra skipa má greina á milli tveggja aðferða: 1. Veiðileyfi með aflamarki, þ.e. fiskiskip fær heimild til að veiða tilgreint magn af ákveðnum fisktegundum á tilteknum tíma, t.d. einu ári, en almennt eru ekki takmarkanir á því hvenær veitt er innan tímabilsins. — Dæmi um þetta er aflamark vegna botnfiskveiða, s.s. þorsk- veiða, og þar er t.d. aflamark ársins 1988 miðað við úthlutað afla- mark 1987 með hlutfallslegum breytingum, sem leiðir af breyttu heildaraflamarki milli ára. 2. Veiðileyfi með sóknarmarki, þ.e. fiskiskip fær leyfi til að stunda tilteknar veiðar í ákveðinn dagafjölda, og er þá ýmist að sam- hliða er sett aflahámark á einstakar fisktegundir, s.s. lögskylt er við þorskafla, eða leyfi er án aflahámarks. Eins og nefnt var áður hefur stjórn botnfiskveiða færst í það horf að útgerðarmenn hafa í auknum mæli getað valið sóknarmak. Þar með eru menn frjálsari að því er afla varðar, en verða hins vegar að sæta þeim takmörkunum, sem leiðir af fjölda leyfðra veiðidaga. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.