Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 34
reynslu viðkomandi skips á þremur næstu árum þar á undan, svo- nefndum viðmiðunarárum. Kvótakerfið var þó ekki hreint aflakvótakerfi, því heimild var fyr- ir einstök skip að velja svonefnt sóknarmark, þ.e. fiskiskip fékk heim- ild til að stunda botnfiskveiðar í ákveðinn dagafjölda, þó með takmörk- unum á þorskafla og hugsanlega fleiri fisktegundum. Fram til 1986 var þó val milli aflakvóta og sóknarmarks verulegum takmörkunum háð, en á árunum 1986 til 1987 voru þessar heimildir rýmkaðar, en þær hafa aftur verið þrengdar á þessu ári. Aðrar fiskveiðar en botnfisk- veiðar eru ýmist háðar sérstökum leyfum eða ráðherra getur ákveðið að þær skuli vera leyfisbundnar. Hér er ekki tími til þess að ræða sér- staklega hvernig háttað er stjórnun fiskveiða varðandi einstakar fisk- tegundir en aðalatriðið er að nú eru nánast allar fiskveiðar, og þar með nýting fiskiskipa, háðar veiðileyfum og takmörkunum. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 3/1988 um stjórnun fiskveiða 1988—1990 skal sjávarútvegsráðherra, að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofn- unar, ákveða með reglugerð þann afla sem veiða má úr helstu botn- fisktegundum við Island á hverju ári. Þá er ráðherra einnig heimilt að ákveða í reglugerð og veiðileyfum þann afla sem veiða má úr öðrum einstökum stofnum sjávardýra við ísland á ákveðnu tímabili. Þessar ákvarðanir eru svo lagðar til grundvallar við skiptingu heildarafla á milli fiskiskipa, og varðandi veiðiréttindi einstakra skipa má greina á milli tveggja aðferða: 1. Veiðileyfi með aflamarki, þ.e. fiskiskip fær heimild til að veiða tilgreint magn af ákveðnum fisktegundum á tilteknum tíma, t.d. einu ári, en almennt eru ekki takmarkanir á því hvenær veitt er innan tímabilsins. — Dæmi um þetta er aflamark vegna botnfiskveiða, s.s. þorsk- veiða, og þar er t.d. aflamark ársins 1988 miðað við úthlutað afla- mark 1987 með hlutfallslegum breytingum, sem leiðir af breyttu heildaraflamarki milli ára. 2. Veiðileyfi með sóknarmarki, þ.e. fiskiskip fær leyfi til að stunda tilteknar veiðar í ákveðinn dagafjölda, og er þá ýmist að sam- hliða er sett aflahámark á einstakar fisktegundir, s.s. lögskylt er við þorskafla, eða leyfi er án aflahámarks. Eins og nefnt var áður hefur stjórn botnfiskveiða færst í það horf að útgerðarmenn hafa í auknum mæli getað valið sóknarmak. Þar með eru menn frjálsari að því er afla varðar, en verða hins vegar að sæta þeim takmörkunum, sem leiðir af fjölda leyfðra veiðidaga. 112
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.