Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 56
eins og Björn réttilega hefur eftir mér (bls. 267 efst, leturbreyting hér). Hins vegar skýst vini mínum Birni þegar hann neðar á sömu síðu leggur út af þessum orðum og telur mig segja að „tilgangurinn með rökfærslu í dóm- um (sé) sá að niSurstaða verSi réttlát samkvæmt gildandi rétti (leturbreyting mín)“. Ekki hafna ég þeirri hugsun að rökleiðsla sé nauðsynleg forsenda réttrar niðurstöðu á flestum sviðum, en í nefndum „Sk[rnismálum“ er ekki fjallað um það, heldur hitt að dómara sé skylt að sýna fram á með rökum að niðurstaða hans sé rétt a.m.k. miðað við gildandi rétt. Erfitt er að ímynda sér að slík rökfærsla sé sett fram fyrir engan (sbr. bls. 268), enda hlýtur Björn að meina að hún sé fyrir hvern sem er, og undir það get ég tekið. Aðalatriðið er að hún sé sett fram. Ég er þó enn á þeirri skoð- un að eðlilegt sé í nútíma samfélagi að hver skynsamur maður geti sett sig inn í forsendur fyrir niðurstöðu dóms. Björn tekur dæmi af lækningum og meintu áhugaleysi sjúklinga um fræðilegar forsendur þeirra. Hann gefur í skyn, svolítið hikandi þó, að samband dómara og málsaðila sé að þessu leyti sambærilegt við samband læknis og sjúklings. Ef til vill er þetta dæmi ekki sérstaklega heppilegt fyrir málstað Björns. Auðvitað getur sjúklingur sett sig inn í forsendur úrskurða og ákvarðana læknis síns og það vilja ein- mitt margir gera, og að því er ég best veit er það einmitt stefna í nútíma læknismeðferð að upplýsa sjúklinginn sem best um sjúkdóm hans. Á hinn bóginn má ef til vill segja að læknirinn geti unnið sitt starf án þess sjúkling- urinn skilji hvað hann er að gera. Læknirinn á að lækna veika. Slíkt kann að vera gerlegt án þess að sjúklingarnir botni nokkuð í aðferðunum sem beitt er. En ástæða er til að ætla að hér sé nokkur eðlismunur á starfi hans og dómarans. Dómari á að komast að réttlátri niðurstöðu miðað við gildandi rétt sem vonandi er sjálfur réttlátur. En mannlegt réttlæti sem enginn skilur er ekki nema hálft réttlæti og kannski tæplega það. Dómarinn getur því ekki unnið sitt verk svo að vel sé nema aðrir, og þá ekki síst aðilar máls, geti skilið af hverju niðurstaða hans er sú sem hún er. Blind trú á óskeikulleika sérfræðinga er alltaf slæm. Þegar sérfræðingurinn er dómari er hún bein- línis hættuleg réttarvitund og siðferði. „Júridískur þankagangur", sem Björn víkur að, er að sjálfsögðu ekkert annað en þær rökrænu aðferðir sem beitt er [ fræðigreininni lögfræði og önnur heimspeki hennar. Það er hins vegar sérkennilegt við íslenska lög- fræði að þar tileinka menn sér þessa hlið fræðanna í lagadeildinni eins og þeir tileinka sér hrynjandi málsins með móðurmjólkinni, án þess að gera sér Ijósa grein fyrir þeim lögmálum sem það lýtur. Afleiðingin er sú að þetta hugtak er notað eins og „töfraorð" sem á að Ijúka upp leyndar- dómum réttvísi og réttlætis. Ég hef hins vegar lítið dálæti á þeim leik að slá um sig með lögfræðilegum krúsídúllum til þess að mikla sig í augum ann- arra, og ég skil Björn þannig að hann hafi það ekki heldur. Allt sem hægt er að segja á svokölluðu „lagamáli" er einnig hægt að þýða yfir á „mannamál“, og ég tel að fullyrðingar um annað lýsi ekki öðru en leti eða vanmætti við- komandi til að gera það þegar við á. Björn stynur undan óræðu orðalagi dóma í stjórnsýslurétti og virðist mér það einmitt styðja þá skoðun mína að þessu efni hafi ekki verið nægilega sinnt og Islenska lögfræðinga kunni að skorta hefð í að færa rök fyrir niðurstöðum sínum. Að lokum þetta: Að mfnu mati þurfa ,,góðar“ forsendur dóms að uppfylla 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.