Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 15
leikum, sem leysast úr læðingi, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og fyllstu aðgæslu af hálfu framleiðanda.5 Um hættuleg aukaáhrif eru skoðanir og skiptar. I sumum ríkjum gilda sérstakar hlutlægar bótareglur samkvæmt settum lögum, ef bólusetning gegn tilteknum sjúkdómum hefur hættuleg aukaáhrif þannig að sá, sem bólusettur er, deyr eða verður öryrki. 5. HÆTTULEGIR EIGINLEIKAR EÐA RÖNG NOTKUN? í mörgum tilfellum er meginálitaefnið ekki hve víðtækri bótareglu skuli beitt, heldur hvort tjónið verður rakið til þess, að söluhlutur var haldinn hættulegum eiginleikum eða þess, að hluturinn var rangt notaður. Dæmi: Fánastöng úr stáli brotnar undan manni, sem klifrar upp í hana til þess að mála hana.6 Laus, samsettur málmstigi fellur niður með mann, sem í honum er, af því að maðurinn snýr stiganum öfugt.7 I dæmum sem þessum getur verið erfitt að meta hverjar kröf- ur eðlilegt sé að gera til hlutarins. Spurningin er með öðrum orðum þessi: Hlaust tjónið vegna þess, að hluturinn var hættulegur við venju- lega notkun eða vegna þess að meðferð hans var óvenjuleg? Matið var auðveldara í dóminum í H 1974, 977. Þar var um að ræða gallaða flösku, sem brast, án þess að sannað væri, að óhæfileg geymsla eða meðferð hefði átt hlut að máli. 6. BÓTASKYLDIR AÐILAR Hver, sem á sök á tjóni, er rakið verður til hættulegra eiginleika, er bótaskyldur eftir sakarreglunni. Einnig verður vinnuveitandi bóta- skyldur, hvort sem hann er framleiðandi, innflytjandi eða annars kon- ar milligöngumaður um sölu, ef skilyrði reglunnar um vinnuveitanda- ábyrgð eru fyrir hendi. Ennfremur getur ábyrgðarskuldbinding orðið grundvöllur bótaábyrgðar, hvort sem framleiðandi eða seljandi á hlut að máli. Að öðru leyti myndi ábyrgð án sakar (hrein hlutlæg ábyrgð) eða annars konar víðtæk bótaábyrgð fyrst og fremst verða lögð á fram- leiðanda. Svo sem vikið er að í 3. kafla hér að framan eru eigi jafn sterk rök fyrir almennri víðtækri ábyrgð seljanda (sem ekki er jafn- framt framleiðandi), allra síst þegar söluvara er þannig, að meðferð 5 Um þetta sjá Hellner, 257—262 og Vinding Kruse, 289—290. 6. Sjá Försakringsjuridiska föreningens rattsfallssamling 1971, 222. 7 Sjá Rt. 1974, 41. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.