Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 16
seljanda getur engin áhrif haft á hættueiginleika hennar, t.d. lyf í neyt- endaumbúðum, sem þolir geymslu við hvaða aðstæður sem er. Samt sem áður er nú víða talið eðlilegt, að kaupmenn og jafnvel seljendur þjónustu ábyrgist án sakar tjón, sem kaupandi verður fyrir sökum hættulegra eiginleika söluhlutar, sbr. 3. kafla. Er ekki talið skipta máli, hvort framleiðandi hlutarins er ábyrgur á grundvelli sakar eða víðtæk- ari bótareglna.8 Samkvæmt þessu myndi t.d. kaupmaður eða pípulagningamaður, sem selur gallaðan varahlut, geta orðið bótaskyldur án sakar vegna vatns- flóðs, sem hlýst af hlutnum eftir að búið er að koma honum fyrir í miðstöðvarkerfi húss. Á svo víðtæka ábyrgð selj anda mun ekki hafa reynt í dómsmálum hér á landi, sbr. þó til athugunar fyrrgreindan dóm um sódavatnsflöskuna. Verði seljandi ábyrgur án sakar, myndi hann almennt eiga endur- kröfu á framleiðanda, sem ábyrgð ber á hættueiginleikunum. 7. HVERJIR GETI ÁTT BÓTARÉTT Eins og fram kemur í lok 1. kafla hér að framan, getur tjón af hættulegum eiginleikum einnig bitnað á öðrum en kaupanda, t.d. fjöl- skyldu hans, starfsmönnum eða viðskiptavinum. Almennt er talið, að tjónþoli eigi bótarétt, þótt hann sé ekki í samningstengslum við þann, sem bótaskyldur er, sjá „raflampadóminn“ í H 1957, 674 og „flösku- dóminn“ í H 1974, 977. Hitt er annað mál, að viðskiptamaður seljanda eða framleiðanda getur átt ríkari bótarétt á grundvelli samningsins, t.d. vegna ábyrgðar- loforðs. Á hinn bóginn getur réttur samningsaðila verið lakari, einkum ef seljandi eða framleiðandi hefur undanþegið sig ábyrgð, sbr. 9. kafla. Einnig kunna aðrar ástæður að valda því, að réttur samningsaðila til að bera fyrir sig galla sé þrengri en þriðja manns, sbr. nánar 10. kafla. 8. SÖNNUN OG ORSAKATENGSL Yfirleitt gilda hér almennar reglur skaðabótaréttar um sönnun og orsakatengsl. Svo sem fyrr greinir má þó vera, að dómstólar slaki á sönnunarkröfum eða leggi sönnunarbyrði á þann, sem krafinn er um bætur, ef rök eru fyrir víðtækri ábyrgð, án þess að ástæða þyki til að ganga svo langt að beita hreinni hlutlægri bótareglu. 8 Sjá t.d. Vinding Kruse, 286-287. 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.