Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 25
leg, félagsleg og menningarleg réttindi. 1 þessari tvískiptingu birtist
ágreiningurinn um það, hvaða réttindi séu grundvallarmannréttindi.
I mannréttindasáttmála Evrópu er fyrst og fremst fjallað um hin
hefðbundnu borgaralegu og pólitísku réttindi, sem þekkt eru í stjórnar-
skrám vestrænna ríkja. Hinn 18. október 1961 var samþykktur á veg-
um Evrópuráðsins Félagsmálasáttmáli Evrópu, en þar er lögð tiltekin
upplýsingaskylda á hendur aðildarríkj um um efndir á efnisákvæðum
sáttmálans.
I stjórnarskrárfrumvarpi Gunnars Thoroddsen frá 1983 er auk
ákvæða um pólitísk réttindi að finna ákvæði um félagslega aðstoð,
menntun og fræðslu og rétt manna til vinnu og orlofs.
Af því sem sagt hefur verið má sjá, að mannrétindahugtakið hefur
bæði breikkað og dýpkað og þó mest eftir síðustu heimsstyrjöld fyrir
frumkvæði alþjóðasamtaka, þeirra á meðal Sameinuðu þjóðanna og
Evrópuráðsins. Er þó fátt eitt talið hér af alþjóðasamningum á sviði
mannréttinda, sem gerðir hafa verið á síðustu árum og áratugum.
Þau mannréttindi, sem veitt var lögvernd í stjórnarskrám vestrænna
ríkja og nefnd hafa verið pólitísk og borgaraleg réttindi hafa einnig
verið flokkuð sem fyrsta kynslóð mannréttinda. Önnur kynslóð mann-
réttinda hafa þá verið nefnd efnahagsleg, félagsleg og menningarleg
mannréttindi sem hlutu lögfestingu í stjómarskrám Mexíkó, Spánar og
Sovétríkjanna. Á allra síðustu tímum hafa bæst við tvær kynslóðir mann-
réttinda, sem eru rétturinn til þróunar og síðast rétturinn til friðar.
Við flokkun tveggja fyrstu kynslóða mannréttinda er sagt, að ein-
kenni hinnar fyrstu séu skýr og ótvíræð fyrirmæli til ríkisvaldsins
um afskiptaleysi á tilteknum sviðum mannlífsins og tiltölulega auð-
velt sé að túlka og framfylgja fyrirmælum þessum með málssókn
fyrir dómstólum, þar sem efnisinnihald þeirra sé skýrt og afmarkað.
Það einkenni hins vegar ákvæði um mannréttindi af annarri kynslóð,
að með þeim sé lögð skylda til aðgerða á herðar ríkisvaldinu án þess
að efni þeirra skyldna sé svo ljóst, að þegnar njóti í raun réttinda
samkvæmt ákvæðum þessum. Þau séu því almennar stefnuyfirlýsingar
án raunverulegs innihalds. Verndinni, sem ætlað sé að veita, verði ekki
fullnægt með lögsókn fyrir dómstólum af hálfu þeirra sem telja efnis-
ákvæði þeirra á sér brotin.
Ekki fellst höfundur þessara hugleiðinga á, að stjórnarskrárákvæð-
um um vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda
verði ekki framfylgt með svipuðum hætti og ákvörðun um pólitísk og
borgaraleg réttindi. 1 71. gr. stjórnarskrárinnar er að finna dæmi um
mannréttindi af annarri kynslóð, þ.e. um réttinn til menntunar. Með
103