Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 50
verkstæðis og’ vélareiganda um bilunina verið sendar skriflega aðal- umboði. — Flutnings- og ferðakostnaður innanlands vegna vélar, vélar- hluta eða viðgerðarmanna, er undanþeginn greiðsluskyldu. — Viðvíkj- andi hjólbörðum, slöngum, vökvaþrýstislöngum og rafgeymum, tak- markast ábyrgðin við mat framleiðanda eða umboðsmanns hans hér á landi. — önnur ábyrgð er ekki veitt né bætur greiddar vegna vinnu- taps eða annarra afleiðinga af vélarbilun. — Ábyrgð þessi nær ekki til bilana er verða vegna eðlilegs slits, misnotkunar, vanhirðingar eða vanrækslu gagnvart bilun á byrjunarstigi, né rofinna verksmiðjuinn- sigla. — Bætur vegna bilana eru háðar því skilyrði, að bilun hafi verið tilkynnt aðalumboðsmanni tafarlaust er hennar varð fyrst vart, og að farið hafi verið í öllu eftir fyrirmælum hans um athugun og við- gerð. — Aðalumboðsmaður f.h. framleiðanda áskilur sér rétt til tækni- legra breytinga og endurbóta á einstökum vélum án skuldbindinga um hliðstæðar aðgerðir á öðrum vélum. — Ábyrgð þessi gildir gagnvart fyrsta kaupanda. Við endursölu fellur ábyrgðin niður, nema gefið sé út nýtt ábyrgðarskírteini á nafn hins nýja eiganda.“ Þegar nú heyskapur stóð sem hæst um mitt sumar 1984, bilaði dráttarvélin og hafði þá H samband við 1 hf., þar sem vélin var í ábyrgð skv. framansögðu. Starfsmaður í hf. taldi, að viðamikla við- gerð þyrfti að gera og því nauðsynlegt að komið yrði með vélina til Reykjavíkur. Við skoðun kom í ljós, að brotnað hafði úr tannhjóli. Nauðsynlegir varahlutir voru ekki til hjá 1 hf. og var gert við vélina til bráðabirgða, en forráðamenn fyrirtækisins tóku fram, að þessi viðgerð væri að öllu leyti á þeirra ábyrgð. H krafðist þess hins vegar að fá aðra og ógallaða vél. 1 hf. synjaði þeirri ósk og framkvæmdi viðgerðina, sem fyrr segir. Þegar varahlutirnir voru komnir til í hf., sendi H dráttarvélina aftur til þess fyrirtækis, þar sem endanleg við- gerð var framkvæmd. Bóndinn bjó í 200 km fjarlægð frá Reykjavík, og var töluverður kostnaður því samfara að flytja vélina til Reykja- víkur. Með vísun til ákvæðis í fyrrnefndu ábyrgðarskírteini neitaði 1 hf. að greiða flutningskostnað vegna viðgerðar, en framkvæmdi hins vegar sjálfa viðgerðina á vélinni bóndanum að kostnaðarlausu. H sætti sig ekki við þessar lyktir á uppgjöri vegna viðgerðarinnar og stefndi hann því 1 hf. til endurgreiðslu umrædds flutningskostnaðar. 1 héraði urðu málalok þau, að þessari kröfu H var hafnað. 1 forsend- um dómsins er m.a. vitnað í fyrrnefnt ákvæði ábyrgðarskírteinisins, þar sem segir: „Flutnings- og ferðakostnaður innanlands vegna vél- ar, varahluta eða viðgerðarmanna, er undanþeginn greiðsluskyldu.“ Síðan segir m.a. í dóminum, orðrétt: „Af hálfu stefnanda er á því 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.