Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 4
Nú þegar mál héraðsdómstólsins í Reykjavík er komið í farsæla höfn þurfa íslenskir lögfræðingar að taka höndum saman og leita viðunandi lausnar á húsnæðismálum Hæstaréttar. Sú vinnuaðstaða sem dómarar við æðsta dómstól landsins hafa er hvorki dómstólnum né þjóðinni samboðin. Við gerum kröfur um vönduð vinnubrögð við æðsta dómstól landsins og eigum að leggja honum til fyrsta flokks aðstöðu. AÐGANGUR AÐ RÉTTARKERFINU í lýðræðisþjóðfélagi teljast það grundvallarmannréttindi að geta borið mál sín undir óháðan dómara. Við setjum okkur flóknar leikreglur sem eiga að tryggja að réttlætið geti verið fyrir alla og náð til allra. Það er staðreynd að almenningur getur yfirleitt ekki leitað þessa réttlætis nema með aðstoð lögmanna. Það er augljóst að aðgangur almennings að réttlætinu er ekki annað en orðin tóm ef þjónusta lögmanna er svo dýr að þessi sami almenningur telur sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa hana. En hvað er dýrt og hvað ekki ? I okkar velferðarsamfélagi er mynd fólks af því hvað teljist dýrt afskaplega óljós vegna áhrifa af ákvörðunum stjórnvalda um hver greiði kostnaðinn. Flestum finnst tannlæknaþjónusta dýr, m.a. vegna þess að neytandinn borgar tannlækninum oftast beint, en fæstir telja læknisþjónustu dýra vegna þess að þeir greiða kostnaðinn með óbeinum hætti. Á sama hátt hefur fólk afskaplega óljósar hugmyndir um raunverulegan kostnað við mennt- un og ýmsa menningarstarfsemi sem almenn samstaða er í samfélaginu um að halda uppi. Það er staðreynd að útseld vinna lögmanna á íslandi er yfirleitt mun ódýrari en sambærileg þjónusta starfsbræðra okkar í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar hafa lagaheimildir til þess að hið opinbera greiði lögmannsaðstoð fyrir einstaklinga í öðru en opinberum málum verið mjög þröngar, ólíkt því sem er t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Þá hefur upptaka virðisaukaskatts haft þau áhrif, að þótt kaup á lögmannsþjónustu hafi almennt orðið kostnaðarminni fyrir atvinnulífið, vegna frádráttarréttarins í kerfinu, þá hefur kostnaður einstaklinga af kaupum á lögmannsþjónustu vaxið sem skattin- um nemur, þar sem einstaklingar njóta ekki frádráttarréttarins. Það hefur dregist óhæfilega að bregðast við þessurn alvarlegu annmörkum virðisaukaskattkerfisins. Frumvarp um opinbera réttaraðstoð fyrir einstaklinga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið er vissulega spor í rétta átt, en bæði er enn óvissa um afdrif þess og eins er ákaflega mörgum spurningum ósvarað um raunverulegt innihald þess. í reynd mun það ráðast af fjárveitingum til opinberu réttaraðstoðarinnar hvort hún nær tilgangi sínum. Gestur Jónsson 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.