Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 12
meginmáli hvorum aðila stóð nær að tryggja sér sönnun um staðreynd og hvorum aðila var auðveldara að sanna atriði.14 Hér má og nefna dóm í Hrd. 1980, 675, sem varðar bótaábyrgð á bifreiðaárekstri. Stefndi kvaðst hafa nauðhemlað fyrir áreksturinn og hélt því fram, að hemlakerfið hefði brostið undan hinu mikla átaki, þannig að bifreið hans hefði runnið lengra fyrir þá sök. f dómi segir m.a., að eigi verði með vissu ráðið, að hemlar bifreiðar stefnda, sem brugðust, þegar á reyndi, hafi verið í lagi fyrir áreksturinn. Hafi það staðið stefnda næst að hlutast til um, að reynt væri að leiða þetta í Ijós. Var hann látinn bera halla af því. að ekkert sannaðist frekar um þetta atriði. Það sjónarmið, að leggja beri sönnunarbyrði á þann aðila, sem stóð nær að tryggja sér sönnun um staðreynd, hefur orðið ofan á í fjölmörgum dómum, þar sem leitt var í ljós, að stefndur vinnuveitandi vanrækti skyldu sína til að láta rannsaka orsakir vinnuslyss. Sú skylda styðst nú við 2. mgr. 81. gr. laga nr. 46/ 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnuverndarlögin), en áður 26. gr. laga nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Vinnu- verndarlögin taka ekki til slysa á sjó eða í lofti. Um skyldu til að rannsaka slys, sem sjómenn verða fyrir við vinnu sína og önnur sjóslys sjá 219. gr. siglingalaga nr. 34/1985.15 Vanræksla vinnuveitanda á að hlutast til um rannsókn samkvæmt ofangreindu leiðir venjulega til þess, að hann er látinn bera halla af skorti á upplýsingum, sem ætla má, að unnt hefði verið að afla, ef lögmælt rannsókn hefði farið fram.16 Auk þess, sem getur í neðanmálsgrein þessari, má nefna HRD 1985 1137. Dómur þessi fjallar um kröfu verkamanns á hendur húsasmíðameistara vegna vinnu- slyss, sem varð, er verkpallur féll niður. 1 dóminum segir m.a.: „Ekki er vissa fyrir því, hvað olli því, að verkpallsskórinn dróst fram af múrboltanum vegna höggsins af mótaflekanum. Geta þar hafa komið til mistök við festingu róarinnar á múrboltann, en einnig að skinnan undir rónni hafi rifnað og festiskórinn dregist út af múrboltanum yfir róna eða þá að gengjur á múrboltanum hafi gefið sig af þeirri ástæðu, sem nefnd er í héraðsdómi. Brýnt var fyrir aðaláfrýjanda [húsasmíðameistarann] að gæta þess, að notaður væri nægilega sver og traustur múrbolti og eigi síður að notuð væri skinna, sem væri örugglega nógu traust, úr því að róin á múrboltanum, sem var notaður, var ekki stærri en svo, að hún gat auðveldlega dregist í gegn um gatið á verkpallsskónum. Þessa verður aðaláfrýjandi ekki taiinn hafa gætt. - Engin rannsókn fór fram á vettvangi eftir slysið. Slt'k athugun, ef gerð hefði verið, kynni að hafa leitt í ljós orsök þess, að festingar héldu ekki. Verður aðaláfrýjandi, eins og hér stendur á. að bera halla af óvissu um orsök þess, að festing verkpallsskósins gaf sig.“ Samkvæmt þessu var húsasmíðameistarinn dæmdur bótaskyldur. 14 Einar Arnórsson (1941). 197 og Þór Vilhjálmsson, 52. 15 Um tilkynningarskyldu vinnuveitanda um slys og opinbera rannsókn vinnuslysa er einnig ákvæði í 28. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar. Vinnuslys geta sætt rannsókn samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála, sbr. 3. mgr. 66. gr. oml. nr. 19/1991. 16 Um þetta vísast til dóma, sem nefndir eru í eftirtöldum dómaskrám: ÍD, 299-300; Dl, 176-182; D2, 115-118 og D3, 161-165. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.