Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 43
geta höfðað mál gegn bandalaginu ef þeir telja að ranglega hafi verið staðið að synjuninni. Dómstóllinn getur starfað sem gerðardómur. í fyrsta lagi í málum sem sérstaklega eru til hans lögð samkvæmt samningi sem Evrópubandalagið er aðili að. Algengt er að samningar sem bandalagið gerir hafi að geyma ákvæði um gerðarmeðferð. I öðru lagi er heimild í Rómarsamningnum til handa aðildarríkj- unum að semja um það að Dómstóllinn skuli starfa sem gerðardómur í deilum milli aðildarríkjanna um þau málefni sem Rómarsamningurinn tekur til. Gerðarmeðferð á þó ekki við ef Dómstóllinn á hvort eð er dómsvald í málinu. Varnaraðild aðildarríkis Evrópubandalagsins fyrir Dómstólnum kemur ein- göngu til í svokölluðum samningsbrotamálum. Mál er þá höfðað gegn aðildar- ríki vegna brots á Rómarsamningnum. Málsóknarrétt eiga eingöngu fram- kvæmdastjórnin og önnur aðildarríki Evrópubandalagsins. í raun er fram- kvæmdastjórnin næstum alltaf sóknaraðili. Áður en samningsbrotamál er höfðað þarf að viðhafa vissa málsmeðferð utan réttar, þar sem framkvæmda- stjórnin gefur álit sitt á því hvort brotið hafi verið gegn Rómarsamningnum eftir að aðildarríki það, sem sakað hefur verið um samningsbrot, hefur fengið tækifæri til að tjá sig um málið. Ef aðildarríkið lætur ekki segjast eftir að framkvæmdastjórnin hefur gefið álit þess efnis að ríkið sé að brjóta gegn samningnum, er samningsbrotamál höfðað gegn aðildarríkinu, annaðhvort af framkvæmdastjórninni eða öðru aðildarríki. í heild má segja að einstaklingar og lögaðilar eigi ekki mjög greiðan aðgang að Dómstól Evrópubandalagsins. Þeir eiga þess ekki kost að höfða mál fyrir Dómstólnum gegn aðildarríki vegna meintra brota þeirra á evrópubandalags- rétti, og málshöfðunarrétti þeirra vegna meintra brota stofnana Evrópubanda- lagsins eru sett mjög þröng skilyrði, nema í starfsmannamálunum. Helstu möguleikar einstaklinga og lögaðila eru oft þeir að höfða mál í viðkomandi aðildarríki fyrir dómstóli þar, og krefjast þess að evrópubandalagsrétti verði beitt, því að í dómstólum aðildarríkjanna er skylt að veita þeim ákvæðum bandalagsréttarins sem hafa bein réttaráhrif forgang fram yfir innanlandsrétt- inn. í slíku tilviki mætti einnig eftir atvikum búast við því að málinu yrði vísað til Dómstólsins til forúrskurðar. Einstaklingar og lögaðilar eiga þó einnig kost á að óska eftir því við framkvæmdastjórnina að hún höfði mál fyrir Dómstólnum í tilefni af meintum brotum aðildarríkjanna eða stofnana Evrópubandalagsins á bandalagsréttinum. 9. TÚLKUNARAÐFERÐIR Dómstóll Evrópubandalagsins beitir við túlkun bandalagsréttarins að mörgu leyti öðrum aðferðum en almennt gerist í dómstólum aðildarríkjanna. Megin- munur á túlkunaraðferðum Dómstólsins og þeim túlkunaraðferðum sem al- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.