Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 65
62. Samanburður á íslenskri Iöggjöf og samþykktum Evrópubandalagsins
sem lagðar eru til grundvallar í samningaviðræðum um Evrópskt efnahags-
svæði. Utanríkisráðuneytið viðskiptaskrifstofa. Reykjavík 1990.
[Skýrsla, lögð fram á Alþingi haustið 1990. Gerður er samanburður á
samþykktum EB og íslenskri löggjöf 1990]
63. Samhliðasamningurinn
Drög að samningi EBE og EFTA-ríkja um dómsvald og um fullnustu dóma í
einkamálum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Reykjavík 1988.
[Drög að fjölþjóðasamningi, samræmdum ákvæðum samnings ríkja EB
frá 1968, um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum, kenndum við
Brussel. Stefán Már Stefánsson samdi greinargerð, Ólafur Walter Stef-
ánsson ritstýrði]
64. Samningaviðræður um Evrópska efnahagssvæðið
Skýrsla utanríkisráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar til Alþingis um
samningaviðræður um Evrópska efnahagssvæðið. Október 1990. (mál nr.
39, þskj. nr. 39)
[Aðdragandinn og markmið samningaviðræðna um ESS og um stöðu og
framhald þeirra í október 1990]
65. Samtök launafólks og Evrópubandalagið
Afstaða verkalýðshreyfingarinnar til félagsmála í EB. Norrænu verkalýðs-
samtökin ASÍ og BSRB. Reykjavík 1989.
[Úrdráttur úr skýrslu, saminni á vegum norrænu verkalýðssamtakanna.
Markmið og tilgangur verkalýðshreyfinga og stéttarfélaga varðandi innri
markað EB]
66. Sigurður Sigurjónsson
Dómstóll Evrópubandalagsins (Rómarsamningurinn). Námsritgerð - lög-
fræði, vor 1989.
[Stofnanir EB. Áhersla á uppbyggingu dómstóls EB, hlutverk hans,
meðferð mála og lögsögu]
67. Sigurður Sigfússon
Markaðsbandalögin í Evrópu. íslenskur iðnaður og efndir EFTA-vilyrð-
anna. Námsritgerð - viðskiptafræði, vor 1982.
[Aðdragandinn að stofnun EFTA og EB. Aðild íslands að EFTA og
samningurinn við EB „vilyrðin og framkvæmd þeirra1']
63